Breska póstþjónustan, Royal Mail, segir að um snigla sé að ræða og fjarlægi starfsfólk póstsins snigla daglega úr póstkassanum en aðrir flytji þá bara inn. Segir póstþjónustan að sniglarnir éti límið á umslögum.
Sniglar hafa haldið til í póstkassanum í að minnsta kosti fjóra mánuði að sögn BBC. Þorpsbúi sagði í samtali við miðilinn að póstkassinn sé umvafinn gróðri og sé því aðlaðandi fyrir snigla. Hann sagði að vandinn hafi verið viðvarandi í um eitt ár.
Þorpsbúar geta sett bréf í póst á pósthúsi bæjarins en það er enn sem komið er sniglalaust.