fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Kærastan mín svarar í símann þegar við stundum kynlíf – Nú fæ ég ekki lengur standpínu

Pressan
Fimmtudaginn 26. október 2023 04:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið ákveðin áskorun að halda neistanum lifandi í langtímasamböndum en það hlýtur flestum að vera ljóst að það að svara í símann meðan á kynlífi stendur er ekki til þess fallið að viðhalda neistanum.

Þetta er svolítið sem maður einn upplifir þegar hann stundar kynlíf með unnustu sinni. Hann skrifaði bréf til kynlífsráðgjafa Metro þar sem hann skýrði frá þessu og fleiru varðandi samband þeirra. Þar segir hann að unnustan sé ansi fjarhuga þegar þau stunda kynlíf og horfi meðal annars á sjónvarpið og svari í símann.

„Vinum mínum finnst þetta drepfyndið, það finnst mér ekki. Unnusta mín svarar í símann á meðan við stundum kynlíf og spjallar við fólk meðan ég er að gera eitt og annað við hana, mér finnst þetta mjög skrýtið. Hún er líka með sjónvarp í svefnherberginu sínu og krefst þess að hafa kveikt á því og það skiptir þá engu máli hvað við erum að gera. Hún segir mér oft að lækka í mér svo hún heyri hvað er verið að segja.

Ég hef reynt að ræða þetta við hana en hún vísar öllu, sem ég segi, á bug og segir það ekki sanngjarnt. Henni virðist finnast algjörlega eðlilegt að vera með hugann við eitthvað annað þegar við stundum kynlíf en mér finnst að hún eigi að einbeita sér að því.

Að undanförnu hefur ástandið versnað enn frekar því nú á ég í erfiðleikum með að fá standpínu. Mér finnst ekki að það sé þess virði af því að hún er svo augljóslega ekki í þessu af heilum hug. Ég held að hún hafi aldrei fengið fullnægingu í kynlífi sem virðist bara vera eins og vélræn athöfn sem hún bara sættir sig við að taka þátt í.

Hún hefur alltaf verið svona en ég hélt að þetta myndi breytast þegar við værum búin að vera saman um hríð en það hefur ekki gengið eftir. Við erum bæði tæplega þrítug og höfum verið saman í 18 mánuði. Hvorugt okkar vill binda enda á sambandið og okkur semur vel að öðru leyti. Að kynlífinu frátöldu erum við ánægð með hvort annað.

Ég hef átt fleiri kærustur og hef aldrei lent í neinu eins og þessu, svo ég held ekki að vandinn sé að ég sé lélegur í rúminu,“ skrifaði maðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu