fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Tuttugasta skiptið varð honum að falli

Pressan
Þriðjudaginn 24. október 2023 06:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar maður hefur komist upp með eitthvað nítján sinnum, þá liggur beint við að prófa enn einu sinni í þeirri von að enn einu sinni komist maður upp með þetta. En það klikkaði heldur betur hjá fimmtugum karlmanni, sem er búsettur á Spáni, nýlega.

Maðurinn hafði stundað það að snæða á veitingastöðum á Alicante en þegar kom að því að gera upp vildi svo ótrúlega til að hann fékk alltaf „hjartaáfall“.

Insider skýrir frá þessu og segir að í tuttugasta sinn hafi þetta mistekist hjá honum. Hann snæddi þá á veitingastaðnum El Buen Corner. Þar pantaði hann paella og tvö glös af viskí. Reikningur hljóðaði upp á sem nemur um 5.000 íslenskum krónum.

En maðurinn tók hvorki upp greiðslukort né peninga til að gera upp og reyndi að komast út. En þjónarnir stöðvuðu hann og lögðu engan trúnað á sögu mannsins um að hann ætlaði að sækja peninga upp á hótelherbergið sitt.

Þá greip hann til þess ráðs, sem oftar, að þykjast fá hjartaáfall og lét sig hrynja í gólfið. En starfsfólkið lét ekki blekkjast og hringdi í lögregluna en ekki sjúkrabíl. Þetta reyndist góð ákvörðun því lögreglumennirnir báru strax kennsl á manninn og handtóku hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni