fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Sannleikurinn kom í ljós á endanum

Pressan
Þriðjudaginn 24. október 2023 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Madison Russo, tvítug kona í Iowa í Bandaríkjunum, má teljast heppin að sleppa við fangelsisdóm eftir að hafa svikið talsverða fjármuni út úr fólki.

Madison hélt því fram á samfélagsmiðlum að hún glímdi við alvarleg veikindi, þar á meðal krabbamein í brisi, hvítblæði og þá væri hún með æxli á stæð við fótbolta í bakinu.

Russo birti myndbönd af raunum sínum á TikTok og skrifaði færslur á Facebook og LinkedIn auk þess sem hún stofnaði söfnunarsíðu á GoFundMe. Yfir 400 manns lögðu inn á hana peninga, samtals rúmar fimm milljónir króna.

En allt var þetta uppspuni frá rótum og Russo er alls ekkert veik. Upp komst um svikin þegar heilbrigðisstarfsfólk kom auga á misræmi í frásögnum hennar. Lögregla var látin vita og fékk hún aðgang að sjúkraskrá hennar sem sýndi að hún hafði aldrei fengið neina meðferð við krabbameini.

Russo var dæmd í tíu ára skilorðsbundið fangelsi og þá þarf hún að greiða 39 þúsund Bandaríkjadali, 5,4 milljónir króna í bætur og um 200 þúsund krónur í sekt.

„Það hafa margir velt fyrir sér hvers vegna ég gerði þetta. Ég gerði þetta ekki vegna peninga eða vegna græðgi. Ég gerði þetta ekki fyrir athyglina. Ég gerði þetta til að halda fjölskyldu minni saman,“ sagði Russo þegar dómur í málinu var kveðinn upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um