Samkvæmt frétt Sky News þá greip Alderton til þess óyndisúrræðis að skjóta feðgana vegna deilna um forræði yfir barnabarni hans.
Dómstóll í Cambridge dæmdi Alderton í 25 ára til ævilangt fangelsi fyrir morðin. Hann skaut feðgana til bana í sitt hvoru þorpinu. Um 10 kílómetrar eru á milli þorpanna. Alderton notaði Beretta haglabyssu við ódæðisverkin.
Mark Bishop, dómari, lýsti morðunum sem „aftöku“.
Alderton var handtekinn af vopnuðum lögreglumönnum nokkrum klukkustundum eftir morðin. Hann sagði lögreglumönnum að „stundum verður maður að gera það sem maður þarf að gera þótt það sé rangt í augum laganna“.
Fyrir dómi kom fram að Joshua og Samantha Stephen, dóttir Alderton, hefðu slitið sambandi sínum skömmu eftir að sonur þeirra fæddist. Hún kvæntist Bandaríkjamann 2020. Hann starfaði hjá bandaríska flughernum. Þegar hann var sendur aftur til Bandaríkjanna sóttu hjónin um leyfi til að taka son Samantha og Joshua með.
Joshua var mótfallinn því og þann 27. mars, dögum fyrir morðin, var kveðinn upp bráðabirgðaúrskurður um að ekki mætti flytja drenginn úr landi. Áður en úrskurðurinn var kveðinn upp hafði Alderton sent skilaboð þar sem hann sagðist „ætla að hafa ákvörðunina að engu“ og að það „væri alltaf plan B“.