fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Afi dæmdur í ævilangt fangelsi – Myrti feðga vegna forræðisdeilu

Pressan
Þriðjudaginn 24. október 2023 21:55

Gary og Joshua

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stephen Alderton, 67 ára, hefur verið dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að hafa myrt feðgana Gary Dunmore, 57 ára, og Joshua Dunmore, 32 ára, í Cambridgeshire á Englandi í mars síðastliðnum.

Samkvæmt frétt Sky News þá greip Alderton til þess óyndisúrræðis að skjóta feðgana vegna deilna um forræði yfir barnabarni hans.

Dómstóll í Cambridge dæmdi Alderton í 25 ára til ævilangt fangelsi fyrir morðin. Hann skaut feðgana til bana í sitt hvoru þorpinu. Um 10 kílómetrar eru á milli þorpanna. Alderton notaði Beretta haglabyssu við ódæðisverkin.

Mark Bishop, dómari, lýsti morðunum sem „aftöku“.

Alderton var handtekinn af vopnuðum lögreglumönnum nokkrum klukkustundum eftir morðin. Hann sagði lögreglumönnum að „stundum verður maður að gera það sem maður þarf að gera þótt það sé rangt í augum laganna“.

Fyrir dómi kom fram að Joshua og Samantha Stephen, dóttir Alderton, hefðu slitið sambandi sínum skömmu eftir að sonur þeirra fæddist. Hún kvæntist Bandaríkjamann 2020. Hann starfaði hjá bandaríska flughernum. Þegar hann var sendur aftur til Bandaríkjanna sóttu hjónin um leyfi til að taka son Samantha og Joshua með.

Joshua var mótfallinn því og þann 27. mars, dögum fyrir morðin, var kveðinn upp bráðabirgðaúrskurður um að ekki mætti flytja drenginn úr landi. Áður en úrskurðurinn var kveðinn upp hafði Alderton sent skilaboð þar sem hann sagðist „ætla að hafa ákvörðunina að engu“ og að það „væri alltaf plan B“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana