Niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við bandaríska Harvard háskólann sýna að það að borða rautt kjöt tvisvar sinnum í viku, eða oftar, getur haft alvarlegar afleiðingar.
CNN segir að rannsóknin hafi leitt í ljós að það að borða rautt kjöt tvisvar í viku auki líkurnar á að fá sykursýki 2 síðar á ævinni.
Xiao Gu, sem vann að rannsókninni, sagði að vísindamenn hafi „skoðað tengsl sykursýki 2 og rauðs kjöt hjá fólki um allan heim“.
„Við vonum að rannsóknin geti komið að gagni við að skera úr um hvort við eigum að takmarka neyslu okkar á rauðu kjöti af heilsufarsástæðum eður ei,“ sagði hann.
Rúmlega 462 milljónir manna um allan heim eru með sykursýki 2 og segja vísindamennirnir, sem gerðu rannsóknina, að þessi tala hækki sífellt.
Xiao Gu benti á að mikilvægt sé að koma í veg fyrir sykursýki því sjúkdómurinn sé alvarlegur og auki hættuna mjög á hjarta- og æðasjúkdómum og nýrnasjúkdómum, krabbameini og elliglöpum.