fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Snúsið á morgnana er ekki slæmt

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 22. október 2023 19:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg máltæki setja út á morgunsnúsara sem eiga að missa af fjölmörgum tækifærum þjóti þeir ekki fram úr rúminu um leið og vekjaraklukkan glymur. Morgunstund gefur gull í mund, You Snooze You Lose……og svo framvegis.

Vísindamenn segja það hins vegar ekki slæma hugmynd að ýta á snús-takkann og leyfa sér 30 mínútna aukablund í rúminu á morgnana.  1.732 manns í Svíþjóð, Bandaríkjunum, Bretlandi, Finnlandi og Ástralíu voru í rannsókninn og kom í ljós að þeir sem eru þaulvanir snúsarar stóðu sig betur í þremur af fjórum prófum.

Algengasta ástæðan sem fólkið gaf aðspurt um af hverju það snúsar á morgnana og sefur áfram er einfaldlega að það er of þreytt til að fara á fætur. Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að aukablundur geti komið í veg fyrir „svefnstregðu“, erfiðleikana við að koma sér andlega af stað á morgnana. Vísbendingar um þetta komu frá 31 einstaklingi sem fengu leyfi til að stilla vekjaraklukkuna hálftíma áður en þeir þurftu í raun að vakna og ýttu þrisvar sinnum á snús-takkann.

Snúsarar stóðu sig betur í prófum

Minni þeirra var prófað með einföldum stærðfræðiþrautum og ruglingslegu hugarverkefni strax eftir að þeir fóru á fætur og einnig eftir að hafa sofið í einum rykk jafnlangan tíma. 

Þeir sen voru vanir snúsarar, stóðu sig betur í þremur af fjórum prófum eftir að hafa verið leyft að blunda áfram, sem bendir til þess að það að endurstilla vekjaraklukkuna hafi gert þá andlega skarpari.

Það kemur á óvart að þrátt fyrir að 30 mínútum hafi verið varið í aukablund með truflunum frá vekjaraklukkunni, þá sofnuðu snúsararnir í raun um 23 mínútur. 

Vísindamennirnir vara þó við því að rannsókn þeirra sé lítil með fáum þátttakendum og ávinninginn megi aðeins sjá hjá þeim sem eru vanir því að snúsa á morgnana. Þeir sem hafa tilhneigingu til þess eru yngra fólk og næturuglur, sem hugsanlega fara að sofa seinna, og njóta því góðs af þessum aukablundi á morgnana.

Dr Tina Sundelin, sem stýrði rannsókninni hjá Stokkhólmsháskóla, segir: „Niðurstöðurnar benda til þess að það sé engin ástæða til að hætta að blunda á morgnana ef þú vilt, að minnsta kosti ekki fyrir blund í kringum 30 mínútur. Reyndar gæti það jafnvel hjálpað þeim sem eru með morgunsyfju í að vera aðeins meira vakandi þegar þeir fara á fætur.“

Rannsóknin, sem birt var í Journal of Sleep Research, sýnir niðurstöður spurningalista á netinu sem 1.732 manns í Svíþjóð, Bandaríkjunum, Bretlandi, Finnlandi og Ástralíu fylltu út. Rannsóknin sýndi að meira en tveir þriðju hlutar fólks stilltu margar vekjaraklukkur eða ýttu nokkrum sinnum á snús-takkann. Þessir einstaklingar voru næstum fjórum sinnum líklegri til að segja að þeir væru næturuglur en fólkið sem sagðist aldrei snúsa, og sex árum yngri en þeir sem aldrei snúsuðu. 

Rannsakendur fengu til liðs við sig 31 einstakling sem snúsa að minnsta kosti tvisvar í viku til að bera saman andlega hæfileika þeirra eftir að hafa snúsað og eftir að fara á fætur við fyrstu hringingu. Þessir einstaklingar stóðu sig betur í hugarreikningi þar sem þeir voru beðnir um að leggja saman, eftir að hafa snúsað. Þeir stóðu sig einnig betur í minnisprófi þar sem þeir voru beðnir um að þekkja orð sem þeir höfðu ekki séð áður. 

Aukablundurinn reyndist ekki gera fólk minna syfjað eða glaðværara þegar spurt var um sljóleika og skap. Einstaklingarnir 31 sem fylgst var með sérstaklega reyndust í raun sofa meira eftir að ýta á snús-takkann, heldur en þegar þeir sváfu þar til vekjaraklukkann hringdi. Þrátt fyrir að rumska á um það bil 10 mínútna fresti til að ýta á snús-takkann reyndust áhrifin á heildar svefngæði þeirra ekki vera marktæk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi