fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Sláandi niðurstöður – Konur fá sjaldnar lífsbjargandi fyrstu hjálp

Pressan
Sunnudaginn 22. október 2023 16:00

Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

30  hnoð á brjóstkassann og tveir blástrar, munn við munn. Þetta er það sem á að gera ef beita skyndihjálp á einhvern sem er í hjartastoppi. En svo ótrúlegt sem það kann nú að hljóma þá eru minni líkur á að fólk veiti konum slíka lífsbjargandi skyndihjálp en körlum.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar að sögn European Society for Emergency Medicine sem sendi frá sér fréttatilkynningu um málið. Rannsóknin hefur ekki verið ritrýnd.

Hópur kanadískra vísindamanna vildi öðlast skilning á hvor það sé munur á þeirri skyndihjálp sem fólk veitir körlum og konum sem detta niður af völdum hjartaáfalls.

Þegar manneskja er meðvitundarlaus og andar ekki ættu viðstaddir að hringja í neyðarnúmer og beita hjartahnoði. Með þessu aukast líkurnar á að sjúklingurinn lifi af og jafni sig er haft eftir Sylvie Cossette, hjá Montreal Heart Institute, í fréttatilkynningunni.

Vísindamenn fóru yfir sjúkraskýrslur í Bandaríkjunum og Kanada, varðandi hjartastopp sem áttu sér stað utan sjúkrahúsa á árunum 2005 til 2015.

Meðalaldur sjúklinganna var 67 ár og þeir voru 39.391 samtals. Af þeim fengu 54% hjartahnoð frá nærstöddu fólki.

En þegar kynjaskiptingin var skoðuð kom í ljós að aðeins 61% kvenna fengu hjartahnoð frá nærstöddum en hjá körlunum var hlutfallið 68%. Engu máli skipti hvaða aldurshóp var um að ræða, hlutfallið var hið sama.

Alexis Cournoyer, bráðalæknir, sagði vísindamennirnir viti ekki en hvað veldur þessum mun á milli kynjanna. Hugsanlega sé fólk hrætt við að það geti skaðað konu eða telji ólíklegra að kona fái hjartastopp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin