Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar að sögn European Society for Emergency Medicine sem sendi frá sér fréttatilkynningu um málið. Rannsóknin hefur ekki verið ritrýnd.
Hópur kanadískra vísindamanna vildi öðlast skilning á hvor það sé munur á þeirri skyndihjálp sem fólk veitir körlum og konum sem detta niður af völdum hjartaáfalls.
Þegar manneskja er meðvitundarlaus og andar ekki ættu viðstaddir að hringja í neyðarnúmer og beita hjartahnoði. Með þessu aukast líkurnar á að sjúklingurinn lifi af og jafni sig er haft eftir Sylvie Cossette, hjá Montreal Heart Institute, í fréttatilkynningunni.
Vísindamenn fóru yfir sjúkraskýrslur í Bandaríkjunum og Kanada, varðandi hjartastopp sem áttu sér stað utan sjúkrahúsa á árunum 2005 til 2015.
Meðalaldur sjúklinganna var 67 ár og þeir voru 39.391 samtals. Af þeim fengu 54% hjartahnoð frá nærstöddu fólki.
En þegar kynjaskiptingin var skoðuð kom í ljós að aðeins 61% kvenna fengu hjartahnoð frá nærstöddum en hjá körlunum var hlutfallið 68%. Engu máli skipti hvaða aldurshóp var um að ræða, hlutfallið var hið sama.
Alexis Cournoyer, bráðalæknir, sagði vísindamennirnir viti ekki en hvað veldur þessum mun á milli kynjanna. Hugsanlega sé fólk hrætt við að það geti skaðað konu eða telji ólíklegra að kona fái hjartastopp.