Þeir finna sem leita, en stundum getur leitin skilað manni á slóðir sem maður hefði heldur viljað sleppa við. Google bíður okkur upp á svör við flestum okkar spurningum, en Google getur líka leitt okkur ofan í djúpar holur.
Kannski er barn vinkonu þinnar með bleyjubruna og þú ákvaðst að leita á náðir Google til að geta gefið góð ráð. Næstu daga þarftu svo að sitja undir því að sjá endalaust af persónusniðnum auglýsingum þar sem reiknað er með að þú eigir barn, barnið sé með bleyjubruna og þú sért líklega til að kaupa smyrsl við því.
Stundum vakna vandræðalegar spurningar sem við viljum svarað. En stundum geta þessar spurningar komið okkur í vandræði. Jafnvel þó þú eyðir leitasögu þinni þá hefur leitin samt ratað í gagnasöfn. Öryggissérfræðingarnir Svea Eckert og Andreas Dewes staðfesta þetta og vísa til þess að þeim tókst að komast yfir upplýsingar um netnotkun 3 milljón Þjóðverja án þeirra vitneskju og þar með talið vafrasögu einstaklinga sem eru áberandi í þýsku samfélagi, svo sem stjórnmálamanna og dómara.
Eins viltu síður að auglýsingar á grunni vandræðalegu spurningarinnar fari að birtast hvert sem þú ferð í netheimum, enda gæti þá fólkið í kringum þig tekið eftir því.
Ef eitthvað er ólöglegt þá er líklega best að google-a það ekki. Sérstaklega í ljósi þess hvað öryggissérfræðingar eru færir um í dag. Ef þú kemst í kast við lögin getur leit þín á netinu verið metin þér til sakar og sífellt er algengara að slík gögn séu lögð fram fyrir dómi. Fyrir okkur Íslendinga er skemmst að minnast hryðjuverkamálsins svokallaða þar sem leit sakborninga að ýmsum atriðum á Google eru af ákæruvaldinu talin benda til sektar. Leitarniðurstöður eru einnig meðal gagna í máli ákæruvaldsins í New York gegn grunaða raðmorðingjanum Rex Heuermann. Svo ef þú ætlar að fremja glæp, sem við að sjálfsögðu mælum gegn, þá er betra að sleppa Google rannsóknarvinnunni.
Þetta er ekki fyrir alla, enda myndirnar gjarna ógirnilegar. Pantaðu frekar tíma hjá húðlækni.
Við höfum flest gerst sek um þetta. Við finnum fyrir einhverju og ákveðum að slá því upp á google til að kanna hvort við séum nokkuð dauðvona. Svarið er oftast já. Þessar sjálf-greiningar geta valdið kvíða og streitu. Eins er Google öflugt tæki, en kemur þó ekki í stað lækna.
Þetta er persónuleg ábending frá blaðamanni sem var að leita að þrifaráðum. Það sem blaðamaður fékk var myndefni sem seint gleymist. Þið viljið ekki reyna að sofna eftir að komast að því hversu skítug klósett geta orðið.
Leikmaður New York Knicks heitir Evan Fournier. Gælunafnið hans er „Aldrei Google-a“ og góð ástæða er fyrir því. Ættarnafnið hans er gamalt franskt orð fyrir Boulanger, eða brauðbakari, en er líka notað yfir kolabrand, eða átudrep, á kynfærum. Engin ástæða til að kynna sér það betur.
Þú þekkir kannski kátan krókódíl, en orðið krokodil er götunafn fíkniefnisins Desomorfíns sem hefur verið notað í stað heróíns í Rússlandi og Úkraínu. Aukaverkanir af lyfinu eru gífurlegar og glíma notendur stundum við eins konar holdsveiki. Ekki myndvænt.
Íslenska þýðingin á ring avulsion gefur strax tilefni til varúðar, en hugtakið er notað yfir áverka af völdum þess að hringur á fingri þínum festist á einhverju eða veldur svo miklum þrýstingi að mjúkvefur fingursins verður fyrir gífurlegum skaða. Þeir sem lenda í verstu tilfellunum missa hreinlega fingur.
Hafðu í það minnsta öryggið virkt á leitinni. Einn notandi á Reddit lýsti því að nemendur í skólum hafi verið beðin um að nota netið til að svara spurningu þar sem nefna átti hluti sem eru lengir en sex tommur. Börnin fengu ekki þær niðurstöður sem kennarinn var að leita eftir.
Annar Reddit notandi lýsti því að móðir hans hafi gefið frænkum sínum úlpur sem voru rauðar með svörtum fald. Hún hafi viljað fá handskjól í stíl, en handskjól hafa stundum verið kölluð múffur. Hún vildi hafa skjólin svört og leitaði því að svörtum múffum. Niðurstöðurnar voru ekki í samræmi við væntingar
Er þetta sameiginleg tölva á vinnustað, bókasafni í skóla eða á heimilinu? Þá viltu líklega síður að aðrir sjái hverju nýlega var leitað að.