fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Tækifærissinnaðir háhyrningar hafa þróað nýja veiðiaðferð sem virðist verða þeim að bana

Pressan
Laugardaginn 21. október 2023 16:00

Mynd: NOAA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Metfjöldi háhyrninga hefur drepist á þessu ári eftir að hafa gætt sér á fiski sem togarar hafa verið að veiða við strendur Alaska. Hafa háhyrningarnir flækst í veiðarfærunum að sögn Nationa Oceanic and Atmospheric Administration (NOAA).

Sjómenn hafa tengt þessa fjölgun dauðsfalla við „nýja hegðun“ háhyrninganna þar sem þeir fá sér að éta fyrir framan trollin sem togararnir eru að toga.

Groundfish Forum, samtök sjómanna í Seattle, segja að sjómenn hafi tekið eftir auknum fjölda dauðra háhyrninga nærri skipum félagsmanna á þessu ári. Vitað sé að háhyrningar streymi á veiðislóðir til að gæða sér á því sem verið er að veiða en samt sem áður viti sjávarlíffræðingar ekki af hverju þetta hefur gerst.

Háhyrningar eru mjög greindir og hugmyndaríkir og geta lært af hver öðrum. Þeir eru duglegir við að nýta sér fiskveiðar manna til að komast yfir fæðu eftir því sem segir í skýrslu frá NOAA frá því á síðasta ári. Línuveiðar heilla þá sérstaklega því þeir geta auðveldlega tekið fiskinn af krókunum eftir að hann hefur bitið á.

Þessi tækifærismennska háhyrninganna veldur því stundum að þeir festast í veiðarfærum, slasast og drepast jafnvel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar