fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Faðirinn tók til sinna ráða þegar sonurinn hegðaði sér illa í skólanum

Pressan
Fimmtudaginn 19. október 2023 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestum foreldrum er umhugað um að börn sín hagi sér vel í skólanum. Í flestum tilfellum þarf að treysta á gott samstarf nemenda og kennara en það dugar þó ekki alltaf.

Faðir einn í Texas í Bandaríkjunum tók málin í eigin hendur þegar ítrekaðar kvartanir bárust vegna hegðunarvanda 17 ára sonar hans. Eðlisfræðikennarinn var búinn að fá upp í kok af piltinum, Brad, sem talaði og talaði meðan á kennslustundum stóð.

Faðirinn ákvað að bregða á það ráð að hóta því að koma með honum í skólann og sitja með honum í kennslustund ef önnur kvörtun myndi berast. Og það er einmitt það sem gerðist.

„Ég vinn ekki á föstudögum og þennan morgun vakti konan mín mig og sagði að nú þyrfti ég að drífa mig í skólann,“ segir faðirinn, sem einnig heitir Brad eins og sonurinn.

Faðirinn viðurkennir að hafa verið stressaður þegar hann mætti í skólann og var umkringdur unglingum. Hann viðurkennir þó að samnemendum sonarins hafi þótt þetta skemmtilegt.

Brad segir að vonandi hafi þetta kennt syni hans lexíu enda vilja nemendur almennt ekki hafa foreldra sína með sér í skólanum. Kveðst hann vona að hann þurfi ekki að mæta aftur með syni sínum í skólann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?