Nokkrum dögum áður en áströlsk yfirvöld tilkynntu um sektina hóf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á starfsemi X eftir að hafa áður varað fyrirtækið við röngum upplýsingum og ólöglegu, tengdu átökum Hamas og Ísraels, á miðlinum.
Í tilkynningu frá áströlskum yfirvöldum segir að X hafi ekki svarað fjölda spurninga sem lagðar voru fyrir miðilinn varðandi hvernig tekist á við barnaníðsefni. Eru fyrirsvarsmenn X sagðir hafa sleppt þí að svara sumum spurningum og svarað öðrum á ófullnægjandi hátt.
Segja áströlsk yfirvöld að X hafi lýst því yfir opinberlega að baráttan gegn barnaníði sé forgangsverkefni hjá miðlinum en aðgerðir þurfi að fylgja orðum.