Ekki er öll vitleysan eins, eða svo er sagt, og margur heldur mig sig. Margir héldu að lögmaðurinn Brian Mwenda í Kenía kæmi til dyranna eins og hann væri klæddur en annað átti heldur betur eftir að koma á daginn.
Þrátt fyrir að hafa staðið sig vel í störfum sínum og unnið 26 mál sem hann rakti fyrir dómi þá hjálpaði það Brian ekki þegar upp komst um meint leyndarmál hans. Yfirvöld eru nefnilega sannfærð um að hann sé í raun og veru ekki lögmaður. Það sem meira er,að hann sé í raun og veru ekki Brian Mwenda.
Yfirvöld í Kenía hvöttu fyrir helgi til þess að maður sem kallaði sig Brian Mwenda yrði handtekinn fyrir að villa á sér heimildir. Hann væri í raun svikari sem hefði stolið persónueinkenni raunverulega lögmannsins Brian Mwenda Ntwiga.
Fjölmiðlar þar í landi tóku fram að þessi gervi-lögmaður hefði unnið fullt af málum þrátt fyrir að vera ómenntaður. Segja má að málið hafi vakið gífurlega athygli og er fólki ýmist gróflega misboðið eða skemmt.
Verkalýðshreyfingin í Kenía hefur þó stigið Brian til varna og sagt að hér sé á ferðinni bráðgáfað ungmenni sem hafi náð árangri án þess að hafa viðeigandi menntun og leyfi.
Brian segist þó vera saklaus af því að vera ekki hann sjálfur. Hann sé bara Brian og sé lögmaður og vonast til að þessi misskilningur verði leiðréttur sem fyrst.
Yfirvöld trúa honum þó ekki og ætla að saka hann til saka, enda sé hér um stærra vandamál að ræða þar sem fólk sé ítrekað að verða uppvíst af því að þykjast vera lögmenn og flytja mál fyrir dómstólum.
A Fake Lawyer named Brian Mwenda has been arrested in Kenya.
He won all 26 cases he handled before his arrest. pic.twitter.com/NmdgzWNel2
— Africa Facts Zone (@AfricaFactsZone) October 13, 2023