fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Ótrúlegt mál – Hnífsblað færðist þvert í gegnum maga manns án þess að valda tjóni

Pressan
Sunnudaginn 15. október 2023 18:00

Ótrúlegt að blaðið skyldi færast þvert yfir án þess að valda tjóni. Mynd:Nepal, A, Rajbhandari A P., et al. (2023).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður að teljast ótrúlegt að nepalskur karlmaður hafi sloppið ómeiddur frá því þegar hnífsblað fór þvert í gegnum maga hans án þess að valda nokkru tjóni.

Maðurinn, sem er 22 ára, var stunginn með hníf hægra megin í kviðarholið þegar hann lenti í slagsmálum. Hann  mundi ekki eftir þessu vegna ölvunar.

Hann var fluttur til „heilbrigðisstofnunar“ þar sem heilbrigðisstarfsmaður virðist hafa lokað sárinu án þess að kanna hvort einhver hluti hnífsins væri enn í maganum.

Þetta kemur fram í læknaritinu Cureus. Fram kemur að maðurinn hafi leitað á bráðamóttöku næsta dag vegna smávegis verkjar í neðarlega, vinstra megin í maga. Við fyrstu skoðun var enga bólgu eða annað að sjá sem gæti bent til meltingarvandamál.

Maðurinn var hins vegar með sár á hægri hlið líkamans og var aumur fyrir ofan vinstri mjöðmina.

Röntgenmynd var tekin af kviðarholi mannsins og sást þá eitthvað „óvenjulegt og sérstakt“. Þetta var 15 cm hnífsblað sem var á ferð um magann og hafði flust frá hægri hliðinni yfir í þá vinstri án þess að valda alvarlegum skaða á líffærum. Hins vegar var 1 cm langur skurður framan á lifrinni. Líklegt er talið að skurðurinn hafi verið afleiðing sjálfrar hnífsstungunnar.

Maðurinn var skorinn upp og hnífsblaðið fjarlægt og náði maðurinn sér að fullu og var útskrifaður af sjúkrahúsi fimm dögum eftir aðgerðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana