Maðurinn, sem er 22 ára, var stunginn með hníf hægra megin í kviðarholið þegar hann lenti í slagsmálum. Hann mundi ekki eftir þessu vegna ölvunar.
Hann var fluttur til „heilbrigðisstofnunar“ þar sem heilbrigðisstarfsmaður virðist hafa lokað sárinu án þess að kanna hvort einhver hluti hnífsins væri enn í maganum.
Þetta kemur fram í læknaritinu Cureus. Fram kemur að maðurinn hafi leitað á bráðamóttöku næsta dag vegna smávegis verkjar í neðarlega, vinstra megin í maga. Við fyrstu skoðun var enga bólgu eða annað að sjá sem gæti bent til meltingarvandamál.
Maðurinn var hins vegar með sár á hægri hlið líkamans og var aumur fyrir ofan vinstri mjöðmina.
Röntgenmynd var tekin af kviðarholi mannsins og sást þá eitthvað „óvenjulegt og sérstakt“. Þetta var 15 cm hnífsblað sem var á ferð um magann og hafði flust frá hægri hliðinni yfir í þá vinstri án þess að valda alvarlegum skaða á líffærum. Hins vegar var 1 cm langur skurður framan á lifrinni. Líklegt er talið að skurðurinn hafi verið afleiðing sjálfrar hnífsstungunnar.
Maðurinn var skorinn upp og hnífsblaðið fjarlægt og náði maðurinn sér að fullu og var útskrifaður af sjúkrahúsi fimm dögum eftir aðgerðina.