fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Þetta er ástæðan fyrir kapphlaupinu um að komast á suðurpól tunglsins

Pressan
Laugardaginn 14. október 2023 15:00

Tunglið. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er rúmlega hálf öld síðan fyrstu mennirnir stigu fæti á tunglið og nú virðist nýtt kapphlaup vera hafið um að senda fólk til tunglsins. Að þessu sinni beina áhugasamir þjóðir augum sínum að suðurpól tunglsins og vilja senda fólk þangað. Af hverju einmitt þangað?

Þessari spurningu var varpað fram nýlega á vef Live Science. Þar var bent á að Bandaríkin hafi sent 12 geimfara til tunglsins á árunum 1969 til 1972. Þetta var hluti af Apollo geimferðaáætluninni sem var aðallega sett á laggirnar til að tryggja að Bandaríkin yrðu á undan Sovétríkjunum að senda menn til tunglsins en kalda stríðið stóð sem hæst á þessum tíma.

Núna beinast sjónir Bandaríkjamanna, Kínverja, Indverja og fleiri að suðurpól tunglsins sem vænlegum lendingarstað.

En af hverju suðurpóllinn? Martin Barstow, prófessor í stjarneðlisfræði, sagði í samtali við Live Science að ástæðan sé að vísindamenn telja að á suðurpólnum, sem er alltaf í skugga, sé mikið af frosnu vatni sem sé hægt að vinna, bæði til drykkjar og til að nota sem eldflaugaeldsneyti. Þess vegna sé mikilvægt að fara þangað til að kanna málið.

Rússar reyndu að lenda Luna 25 geimfarinu á suðurpólnum á þeim mikla merkisdegi 19. ágúst síðastliðnum en geimfarið brotlenti og myndaði 10 metra breiðan gíg á yfirborðinu.

Fjórum dögum síðar lenti indverska Chandrayaan 3 geimfarið þar. Með í för var bíll sem kannaði næsta nágrenni lendingarstaðarins og staðfesti að þar er brennisteinn en hann getur skipt miklu máli þegar kemur að því að reisa búðir á tunglinu. Bíllinn mældi einnig hita jarðvegsins með því að stinga hitamæli í hann og bíllinn nam líklega tunglskjálfta.

Kínverjar hyggast senda Chang‘e 7 geimfarið til suðurpólsins árið 2026. Það mun flytja bíl með sér og þyrlu sem á að leita að vatni á skuggasvæðum.

Síðar á þessum áratug hyggjast Bandaríkjamenn senda fólk til tunglsins og á það að dvelja þar í eina viku. Ætlunin er að byggja hús fyrir geimfara þar og eiga þeir að geta dvalið í því í tvo mánuði í einu með því að nýta auðlindir tunglsins, t.d. vatn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi