fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Hamfaraspá ofurtölvunnar vegna hnattrænnar hlýnunar – Gæti gert út af við mannkynið

Pressan
Laugardaginn 14. október 2023 16:00

Loftmengun hefur margvísleg neikvæð áhrif. Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öfgafull hnattræn hlýnun mun líklega gera út af við öll spendýr, þar á meðal mannkynið eftir 250 milljón ár. Hitinn gæti náð allt að 70 gráðum og breytt jörðinni í „fjandsamlegt umhverfi snautt af mat og vatni“.

Þetta eru niðurstöður nýs loftslagsmódels sem ofurtölva gerði og er óhætt að segja að spá hennar sé mjög dökk fyrir mannkynið og jörðina og allar þær lífverur sem hér þrífast.

Samkvæmt útreikningum ofurtölvunnar þá gæti sólin orðið bjartari en hún er í dag, jarðskorpuhreyfingar gætu losað um gríðarlegt magn CO2 út í andrúmsloftið í gegnum eldgos. Sky News skýrir frá þessu.

Hitinn myndi hækka svo mikið að aðeins 8% til 16% af ofurheimsálfunni, sem er reiknað með að myndist, verður hæf til búsetu.

Spendýr, þar á meðal fólk, er betra í að laga sig að búsetu á köldum svæðum og eiga erfiðara með að glíma við háan hita.

Dr Alexander Farnsworth, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að á hinni nýmynduð ofurheimsálfu muni hitinn ná 40 til 50 gráðum og jafnvel enn hærra þegar verst lætur. Þessi hái hiti og mikill raki myndi að lokum ráða örlögum okkar. „Fólk, og margar aðrar dýrategundir, myndu deyja út vegna þess að þær geta ekki losnað við hita í gegnum svita, kælt líkama sinn,“ sagði hann.

Höfundar rannsóknarinnar telja að magn CO2 í andrúmsloftinu geti aukist í rúmlega 600 ppm (agnir í hverri milljón) en í dag er það um 400 ppm þegar ofurheimsálfan Pangea Ultima myndast.

Benjamin Mills, prófessor, sem reiknaði magn CO2 í framtíðinni út fyrir rannsóknina, sagði að útreikningarnir byggi á að við hættum notkun jarðefnaeldsneytis, að öðrum kosti sjáum við þessar tölur miklu fyrr.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature Geoscience.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp