fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Eignuðust þríbura með glasafrjóvgun – Þrjár fæðingar á fjórum árum

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 13. október 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Karen, 35 ára og James Marks, 37 ára, sem búsett eru í Taunton í Bretlandi eignuðust sitt þriðja barn sumarið 2022. Það er í sjálfu sér ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að barnið er þriðja barnið í hópi þríbura með getin eru með glasafrjóvgun og eru börnin fædd með tveggja ára millibili.

Karen fæddi soninn Cameron 1. september 2018 héldu hjónin lífvænlegum fósturvísum sínum frystum svo þau gætu bætt við fjölskylduna síðar. Dóttirin Isabella fæddist síðan 15. september 2020 og dóttirin Gabriella fæddist 3. júlí 2022.

Þrátt fyrir að börnin þrjú séu fædd á fjórum árum teljast þau sem þríburar, vegna þess að þau voru getin á sama degi og á sama tíma í gegnum glasafrjóvgun, úr sama hópi fósturvísa.

„Sumir ganga í gegnum glasafrjóvgun og eignast því miður aldrei barn, en okkur hefur tekist að eignast þrjú. Gabi var síðasti fósturvísirinn okkar, svo hún er síðasta barnið okkar núna. Ég vissi að ég var ekki búin með barneignir áður en hún kom, þannig að ég sagði við manninn minn að við skyldum byrja að safna fyrir annarri glasafrjóvgun ef að ekkert kæmi úr þessum fósturvísi. Mér líður fullkomlega núna, ég er svo ánægð. Hjarta mitt er fullt af ást.“

Með þrjú börn undir fimm ára hafa þau nú nóg að gera, en þau telja sig heppnustu hjón í heimi eftir að hafa reynt í mörg ár að verða foreldrar. Hjónin giftu sig árið 2014 og fóru fljótlega að óttast að þau gætu aldrei eignast eigið barn eftir að Karen mistókst að verða ólétt og greindist með frjósemisvandamál.

„Við reyndum í eitt ár að verða ófrísk á náttúrulegan hátt og ekkert gerðist, svo við fórum til heimilislæknis og þeir tóku nokkur próf. Það er engin sérstök ástæða fyrir að við gátum ekki eignast barn á hefðbundinn hátt. Ég hef ekki egglos reglulega svo það er aðalatriðið, en fyrir utan það er engin ástæða. Við létum búa til fimm fósturvísa. Við höfum misst tvo þeirra, einn árið 2019 og svo einn í september 2021, mánuði áður en ég varð ófrísk af Gabi,“ segir Karen sem segist hafa óttast að missa fóstrið þegar hún var ófrísk af Gabi eftir að hafa fengið blæðingar á meðgöngunni og síðan veikst af COVID komin tvo mánuði á leið.

Karen segist ekki hika við að segja fólki frá því að börnin hennar séu getin með glasafrjóvgun börn og vonar að reynsla hennar muni hvetja aðra til að prófa glasafrjóvgun ef þau eiga við frjósemisvandamál að stríða.

„Ófrjósemi hverfur ekki. Tilkynningar frá öðrum um þungun geta verið sársaukafullar, sérstaklega þegar viðkomandi virðist ekki hafa átt í neinum vandræðum með að verða ófrísk. Þetta var barátta og erfið reynsla og þó að hluti af mér telji að það sé ástæða fyrir því að við þurftum að fara í gegnum hana, þá kynntumst við yndislegu fólki í meðferðinni.“

Karen vildi alltaf eignast fjögur börn, en finnst hún ótrúlega heppin að hafa eignast þrjú börn og telur að fjölskylda hennar sé fullkomin eftir að Gabi fæddist. „Ég hefði gjarnan viljað eignast fjögur, en ég er líka eldri núna og síðasta meðganga mín var erfið. James sagði alltaf að við myndum eignast þrjú börn, þú færð um 60% árangur með glasafrjóvgun, þannig að af fimm fósturvísum hélt hann alltaf að við myndum eignast þrjú börn. Það er súrrealískt að eignast þrjú börn eftir að hafa ekki haldið að við myndum ekki eignast neitt, en okkur finnst við bara svo ótrúlega heppin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni