fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

„Dauðalisti“ með 40 nöfnum gengur um TikTok

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 13. október 2023 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listi með nöfnum 40 einstaklinga sem sagðir eru tengjast glæpaöldunni sem nú gengur um Svíþjóð gengur nú um á TikTok þar í landi. Fullyrt er að þeir sem eru á listanum verði drepnir næst.

Á þessu ári hafa yfir 40 einstaklingar verið skotnir til bana í 290 skotárásum í landinu. Í nótt voru tvær konur skotnar til bana í Tullinge í Stokkhólmi en langflest morðin tengjast glæpagengjum sem berjast um yfirráðin í undirheimum Svíþjóðar.

Á listanum sem nú gengur um TikTok er að finna nöfn og heimilisföng fjölda fólks.

Petter Schröder, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Västernorrland, segir við Sveriges Television að ástæða sé til að taka listanum með fyrirvara. Líklega sé um einhverskonar gabb að ræða og dæmi séu um að fólk sem tengist skipulagðri glæpastarfsemi ekki á nokkurn hátt sé á honum.

Þannig hefur lögregla verið í samskiptum við einstaklinga á listanum sem búsettir eru í Sundsvall. Þeir hafi ekki hugmynd um hvers vegna nöfn þeirra rötuðu á listann. „Þetta skapar ótta og áhyggjur hjá þessu fólki og aðstandendum þeirra,“ segir Schröder.

Lögregla er með málið til skoðunar og miðar rannsókn meðal annars að því að komast að því hver bjó listann til. Það getur þó reynst þrautin þyngri, segir Schröder.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?