fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Þetta er sætið sem þú skalt forðast ef þú flýgur með Ryanair

Pressan
Fimmtudaginn 12. október 2023 22:00

Ryanair fékk hæstu sektina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ætlar að fljúga með Ryanair þá er gott að hafa í huga að ákveðið sæti í flugvélum félagsins er ansi óvinsælt meðal farþega og það ekki að ástæðulausu.

Kannast þú við ánægjuna sem fylgir því að fá gluggasæti í flugvél? Kannski borgaðir þú aukalega fyrir gluggasætið því þér finnst betra að hafa smá útsýni á leiðinni. En hvernig myndir þú bregðast við ef þú sér að gluggasætið er í raun gluggalaust?

Það er það sem farþegar lenda í ef þeir fljúga með Ryanair í Boeing 737 vélum félagsins. Þetta á við um sæti 11A.

Sætið hefur árum saman verið uppspretta ótal kvartana og gríns á samfélagsmiðlum að sögn Flightradar24.

Ástæðan er að sætið er gluggalaust þrátt fyrir að það sé nærtækt að halda að það sé við glugga þar sem það er með bókstafinn A. Í staðinn fyrir glugga er hluti af hitastjórnunarkerfi sem stýrir hitanum í farþegarýminu.

Þetta hitastjórnunarkerfi er eins í öllum Boeing 737 vélum en flugfélögin innrétta farþegarýmið á mismunandi hátt og það hefur í för með sér að það er ekki alltaf sæti 11A sem er gluggalaust.

Það á til dæmis við um sumar af Boeing 737 MAX 8200 vélum Ryanair. Ryanair nýtir plássið í þeim til hins ýtrasta og hefur fært sætaraðirnar þéttar saman en venja er. Það þýðir að í þeim er það sæti 12A sem er gluggalaust.

Flightradar24 ráðleggur fólki því að forðast sæti 11A og 12A ef það flýgur með Ryanair og vill fá gluggasæti. Ef fljúga á með Buzz eða Malta Air, þá er það sæti 12A sem þarf að forðast.

Frægðarsól sætis 11A er svo mikil að það er með sinn eigin aðgang á samfélagsmiðlinum X.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?