The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að rannsóknin sýni hvernig mengun getur breiðst yfir stór svæði og eyðilagt uppskeru og vatn þegar „plastúrkoma“ á sér stað.
Hiroshi Okochi, prófessor við Waseda háskólann, segir í tilkynningu að ef ekki verði tekist á við vandamálið varðandi plastmengun í loftinu verði hættan af loftslagsbreytingunum kannski að raunveruleika og það muni hafa í för með sér óafturkræfan umhverfisskaða. Okochi er aðalhöfundur rannsóknarinnar.
Svo mikið var af örplasti í skýjunum að vísindamennirnir telja að plastið hafi sjálft myndað ský sem hafi losað gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið.
Örplast brotnar hratt niður þegar það kemst í snertingu við útfjólublátt ljós í andrúmsloftinu og losar þar með mikið af gróðurhúsalofttegundum.