fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Schwarzenegger hefur gefið drauminn alveg upp á bátinn – Það eina sem hann getur ekki

Pressan
Miðvikudaginn 11. október 2023 07:00

Arnold Schwarzenegger.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afrekalisti Arnold Schwarzenegger er langur. Þessi 76 ára leikari, fyrrum ríkisstjóri og vaxtaræktarmaður á langan og góðan feril að baki en eitt er það sem hann hefur ekki getað og mun aldrei geta og hefur nú loks sætt sig við.

Þetta er að verða forseti Bandaríkjanna. Hann hefur sjálfur tröllatrú á sér og hæfileikum sínum til að gegna embættinu.

Í samtali við sjónvarpsmanninn Howard Stern sagði Schwarzenegger að hann væri búinn að gefa þennan draum upp á bátinn. „Ég er viss um að ég yrði frábær forseti. Mér finnst ég hafa orkuna í það og viljann til að þjappa fólki saman,“ sagði hann.

Hann getur ekki orðið forseti því hann fæddist í Austurríki en eitt af skilyrðunum fyrir að geta boðið sig fram til forseta í Bandaríkjunum er að viðkomandi þarf að vera „innfæddur“ Bandaríkjamaður.

Ekki eru allir á eitt um hvernig á að túlka þetta ákvæði en samt sem áður hefur Schwarzenegger gefið drauminn upp á bátinn.

Stern sagði honum að hann „telji hann geta sigrað í forsetakosningum“ og tók Schwarzenegger undir það og sagði: „Þú hefur alveg rétt fyrir þér. Svo margir hafa sagt við mig: „Ég vildi óska að þú gætir orðið forsetinn okkar.““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi