fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Konan sem fór í fallhlífarstökk 104 ára er látin

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 11. október 2023 10:00

Blessuð sé minning Dorothy Hoffner.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dorothy Hoffner, 104 ára bandarísk kona, komst í fréttirnar í síðustu viku þegar hún fór í fallhlífarstökk. Með því vonaðist Dorothy til að fá viðurkenningu heimsmetabókar Guinness sem elsti fallhlífarstökkvari sögunnar.

Nú er Dorothy aftur komin í fréttirnar því hún lést á heimili sínu aðfaranótt mánudags, um viku eftir að hafa farið í stökkið. New York Times greinir frá.

Joe Conant, barnabarn Dorothy, greindi frá andláti hennar í gær. Segist hann hafa talað við hana síðastliðinn sunnudag og þá hafi allt virst vera í himnastandi og þau stefnt að því að borða saman fljótlega.

RÚV fjallaði meðal annars um stökkið hjá Dorothy og vakti fréttin athygli margra. Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, minntist til dæmis á hana í sjónvarpspistli sínum í Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag þar sem hún sagði meðal annars:

„Í sjónvarpsfréttatíma RÚV var á dögunum sýnt myndbrot af fallhlífarstökki 104 ára gamallar konu. Rætt var við hana eftir stökkið. Hún var sannarlega hin sprækasta og í fullu andlegu fjöri eins og er svo eftirsóknarvert að vera. Þetta var hin skemmtilegasta frétt og við mættum fá meira af þeim. Það gengur ekki að fréttatíminn sé kvöld eftir kvöld á þann veg að maður dragi teppi yfir höfuð og biðji Guð að hjálpa sér af því heimurinn sé svo vondur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?