Ekki hefur verið skýrt frá dánarorsökinni en Tyndall var 76 ára þegar hann lést. Á næsta ári átti að taka mál hans fyrir hjá dómi en hann hafði verið ákærður fyrir að hafa misnotað rúmlega 100 sjúklinga kynferðislega. Hann átti ævilangt fangelsi yfir höfði sér.
Á 27 árum leituðu 400 konur til lögreglunnar í Los Angeles vegna framferðis Tyndall. Rúmlega 100 þeirra kærðu hann fyrir kynferðislega misnotkun.
Fyrir fjórum árum var hann ákærður fyrir að hafa í minnst 16 tilfellum misnotað ungar konur kynferðislega á læknastofu sinni í háskólanum þar sem hann starfaði. Þegar stúdínur komu á stofuna til hans í rútínuskoðun snerti hann þær á óviðeigandi hátt og lét óviðeigandi ummæli falla að þeirra sögn.
Nú virðist sem konurnar muni aldrei sjá réttlætið ná fram að ganga í máli læknisins.