Myndin sýnir þær Lin Yuwei og Wu Yanni standa saman eftir að Yanni bar sigur úr býtum, en svo virðist sem myndin hafi verið ritskoðuð þegar hún rataði á kínverska samfélagsmiðla.
Svo vildi til að keppnisnúmer Yuwei var sex á meðan Yanni var númer fjögur, en þessar tölur saman virðast ekki eiga beint upp á pallborðið hjá kínverskum yfirvöldum.
Blóðbaðið á fjórða degi sjötta mánaðar ársins 1989 á Tiananmen-torgi verða lengi í minnum hafðir, en þá réðust stjórnvöld í Kína á hóp námsmanna með skefjalausu ofbeldi. Hópurinn hafði komið sér fyrir á torginu til að krefjast lýðræðisúrbóta en var mætt með valdi og ofbeldi.
Óvíst er nákvæmlega hversu margir létust á torginu; samkvæmt opinberum tölum létust 300 en hin raunverulega og rétta tala er af mörgum talin vera mun hærri, jafnvel nokkur þúsund.
Síðan þá hefur þessi dagsetning, 6. júní, verið hálfgert bannorð og hafa stjórnvöld lagt sig fram um að þegja hana í hel.
Hlaupið fór fram þann 1. október síðastliðinn og í frétt CNN kemur fram að myndin, sem sést í heild sinni hér að neðan, hafi verið birt á samfélagsmiðlum ríkisreknu sjónvarpsstöðvarinnar CCTV. Um klukkustund eftir að hún birtist var búið að fjarlægja hana. Ríkisrekni fréttamiðillinn Xinhua birti einnig myndina en skar neðan af henni svo tölurnar sæjust ekki.
10月1日,杭州亚运会田径女子100米栏决赛,中国选手林雨薇与吴艳妮互相拥抱鼓励。
但是因为照片中两人的号码组成了“六四”,导致图片在墙内被夹。
目前仅有零星几家媒体的照片还没有被封禁。 pic.twitter.com/Q40hbGzqby— 李老师不是你老师 (@whyyoutouzhele) October 2, 2023