fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Ástæðan fyrir því að Kínverjar ritskoðuðu þessa ljósmynd

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 8. október 2023 10:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmynd af tveimur kínverskum íþróttakonum að faðmast eftir 110 metra grindahlaup á Asíuleikunum á dögunum hefur vakið talsverða athygli.

Myndin sýnir þær Lin Yuwei og Wu Yanni standa saman eftir að Yanni bar sigur úr býtum, en svo virðist sem myndin hafi verið ritskoðuð þegar hún rataði á kínverska samfélagsmiðla.

Svo vildi til að keppnisnúmer Yuwei var sex á meðan Yanni var númer fjögur, en þessar tölur saman virðast ekki eiga beint upp á pallborðið hjá kínverskum yfirvöldum.

Blóðbaðið á fjórða degi sjötta mánaðar ársins 1989 á Tiananmen-torgi verða lengi í minnum hafðir, en þá réðust stjórnvöld í Kína á hóp námsmanna með skefjalausu ofbeldi. Hópurinn hafði komið sér fyrir á torginu til að krefjast lýðræðisúrbóta en var mætt með valdi og ofbeldi.

Óvíst er nákvæmlega hversu margir létust á torginu; samkvæmt opinberum tölum létust 300 en hin raunverulega og rétta tala er af mörgum talin vera mun hærri, jafnvel nokkur þúsund.

Síðan þá hefur þessi dagsetning, 6. júní, verið hálfgert bannorð og hafa stjórnvöld lagt sig fram um að þegja hana í hel.

Hlaupið fór fram þann 1. október síðastliðinn og í frétt CNN kemur fram að myndin, sem sést í heild sinni hér að neðan, hafi verið birt á samfélagsmiðlum ríkisreknu sjónvarpsstöðvarinnar CCTV. Um klukkustund eftir að hún birtist var búið að fjarlægja hana. Ríkisrekni fréttamiðillinn Xinhua birti einnig myndina en skar neðan af henni svo tölurnar sæjust ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“