fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Ef þú kynntist maka þínum í gegnum stefnumótaapp erum við með slæmar fréttir fyrir þig

Pressan
Laugardaginn 7. október 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú kynntist maka þínum á stefnumótaappi á borð við Tinder þá geturðu örugglega sagt einhverjar hryllingssögur af fyrri reynslu þinni af því að kynnast fólki í gegnum slíkt app. En stundum smellur allt og ástarneisti kviknar eftir að kynni takast í gegnum stefnumótaapp. En það þýðir ekki að allt sé endilega frábært.

Þrátt fyrir að stefnumótaöpp séu ein vinsælasta leiðin til að kynnast fólki í dag, þá benda niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við ríkisháskólann í Arizona til að það að kynnast í gegnum slík öpp sé ekki ávísun á eilífa hamingju.

Samkvæmt því sem kemur fram í rannsókninni þá eru pör, sem kynnast í gegnum stefnumótaöpp, óhamingjusamari í hjónaböndum sínum en fólk sem kynnist upp á gamla mátann með því að hittast í raunheimi, til dæmis í vinnunni eða í skóla.

Rannsóknin náði til 923 hjóna sem voru spurð hversu ánægð þau væru í hjónabandinu og hversu tryggt það væri. Um helmingur hafði kynnst í gegnum stefnumótaöpp en hinn helmingurinn í raunheimi.

Fólkið var til dæmis spurt hversu vel makinn uppfylli kröfur þess og hvort það eða maki þess hefði einhvern tímann stungið upp á því af fullri alvöru að skilja.

Rannsóknin leiddi í ljós að þau hjón, sem höfðu kynnst í gegnum stefnumótaöpp, voru ósáttari í hjónabandi sínu og söknuðu stöðugleika.

Ekki er vitað með vissu hvað veldur þessu en Liesel Sharabi, aðalhöfundur rannsóknarinnar, telur að hugsanlega tengist þetta viðhorfum fólks til para/hjóna sem kynnast í gegnum stefnumótaöpp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“