Fjórtán ára piltur er í haldi lögreglu eftir að skotið þrjá til bana í verslunarmiðstöð í Bangkok í Taílandi í morgun. Sex aðrir særður í árásinni en ekki er ljóst á þessari stundu hvort þeir séu í lífshættu.
Pilturinn var vopnaður Glock 19-skammbyssu og virðist hann hafa valið fórnarlömb sín af handahófi.
Mikil ringulreið greip um sig þegar skothvellir ómuðu um verslunarmiðstöðina og sýnir myndband hér að neðan þegar fólk átti fótum sínum fjör að launa.
Lögreglumenn króuðu piltinn af og sýndi hann ekki mótspyrnu þegar hann var leiddur á brott í handjárnum.