fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Dóttir þeirra lést af völdum svitalyktareyðis – Reyna að vekja fólk til umhugsunar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 07:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí á síðasta ári lést Giorgia Green, 14 ára, á heimili sínu í Derby á Englandi. Hún hafði andað of miklum gufum frá svitalyktareyði að sér og fékk hjartastopp í framhaldi af því.

BBC skýrir frá þessu. Giorgia var einhverf og fannst gott að spreyja svitalyktareyði á rúmið sitt því það fékk hana til að slaka á.

En 11. maí síðastliðinn endaði þetta illa þegar hún andaði of miklum gufum frá svitalyktareyðinum að sér og fékk hjartastopp og lést.

Á dánarvottorði hennar kemur fram að dánarorsökin sé óljós en geti tengst því að hún hafi andað að sér litlum ögnum í loftinu, til dæmis ögnum frá úðabrúsa.

Eftir lát hennar komust foreldrar hennar að því að fleiri dæmi eru um óhöpp þar sem ungt fólk hefur látist eftir að hafa andað hættulegum gufum úr svitalyktareyðisbrúsum að sér.

Skiptir þá engu að breskir framleiðendur segja að „mjög skýrar aðvaranir“ séu á brúsunum því þar standi að halda eigi þeim frá börnum.

En foreldrar Giorgia telja þetta ekki nóg og benda á að textinn sé með mjög smáu letri. „Fólk veit ekki hversu hættulegt innihaldið getur verið. Enginn á að þurfa að ganga í gegnum það sem við höfum þurft að ganga í gegnum,“ sagði Paul Green, faðir Giorgia.

Frá 2001 til 2020 voru 11 andlát í Bretlandi tengd við svitalyktareyða að sögn hagstofu landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi