fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Pressan

Dóttir þeirra lést af völdum svitalyktareyðis – Reyna að vekja fólk til umhugsunar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 07:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí á síðasta ári lést Giorgia Green, 14 ára, á heimili sínu í Derby á Englandi. Hún hafði andað of miklum gufum frá svitalyktareyði að sér og fékk hjartastopp í framhaldi af því.

BBC skýrir frá þessu. Giorgia var einhverf og fannst gott að spreyja svitalyktareyði á rúmið sitt því það fékk hana til að slaka á.

En 11. maí síðastliðinn endaði þetta illa þegar hún andaði of miklum gufum frá svitalyktareyðinum að sér og fékk hjartastopp og lést.

Á dánarvottorði hennar kemur fram að dánarorsökin sé óljós en geti tengst því að hún hafi andað að sér litlum ögnum í loftinu, til dæmis ögnum frá úðabrúsa.

Eftir lát hennar komust foreldrar hennar að því að fleiri dæmi eru um óhöpp þar sem ungt fólk hefur látist eftir að hafa andað hættulegum gufum úr svitalyktareyðisbrúsum að sér.

Skiptir þá engu að breskir framleiðendur segja að „mjög skýrar aðvaranir“ séu á brúsunum því þar standi að halda eigi þeim frá börnum.

En foreldrar Giorgia telja þetta ekki nóg og benda á að textinn sé með mjög smáu letri. „Fólk veit ekki hversu hættulegt innihaldið getur verið. Enginn á að þurfa að ganga í gegnum það sem við höfum þurft að ganga í gegnum,“ sagði Paul Green, faðir Giorgia.

Frá 2001 til 2020 voru 11 andlát í Bretlandi tengd við svitalyktareyða að sögn hagstofu landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rannsaka ummæli háttsetts lögreglumanns – Sagði nauðganir vera „kynlíf sem séð væri eftir“

Rannsaka ummæli háttsetts lögreglumanns – Sagði nauðganir vera „kynlíf sem séð væri eftir“
Pressan
Í gær

Segir líf Corinnu Schumacher vera eins og tíu ára fangelsisvist – „Þetta er hræðileg staða“

Segir líf Corinnu Schumacher vera eins og tíu ára fangelsisvist – „Þetta er hræðileg staða“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur næstum hálshöggvinn á leikvelli

Unglingur næstum hálshöggvinn á leikvelli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óútskýrð ófrjósemi kvenna tengist genum sem valda krabbameini og hjartasjúkdómum

Óútskýrð ófrjósemi kvenna tengist genum sem valda krabbameini og hjartasjúkdómum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður fannst látinn – Kalt vatn rann niður bak nýs eiganda páfagauks hans þegar fuglinn talaði

Maður fannst látinn – Kalt vatn rann niður bak nýs eiganda páfagauks hans þegar fuglinn talaði
Pressan
Fyrir 4 dögum

NASA staðfestir að við getum breytt stefnu loftsteina – En það er einn galli

NASA staðfestir að við getum breytt stefnu loftsteina – En það er einn galli
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta gátu afi þinn og amma en þú getur þetta örugglega ekki – Eða hvað?

Þetta gátu afi þinn og amma en þú getur þetta örugglega ekki – Eða hvað?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hornsteinar lífsins, sem voru teknir á loftsteininum Ryugu, eru eldri en sólkerfið

Hornsteinar lífsins, sem voru teknir á loftsteininum Ryugu, eru eldri en sólkerfið