fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Pressan

Svona geta klósettpappírsrúllur leyst hversdagsvanda þinn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. janúar 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust henda flestir klósettpappírsrúllum í ruslið þegar búið er að nota allan pappírinn af þeim til þeirra verka sem hann er ætlaður til. En það er hægt að nota rúllurnar til ýmissa annarra hluta en bara að hafa klósettpappír á þeim.

Það er til dæmis hægt að nota þær til að ná stjórn á snúruflækjum. Snúrur eiga það til að flækjast ótrúlega saman og skiptir þá engu hversu mikla vinnu þú leggur í að koma í veg fyrir að þær geri það. Ef þú setur hverja snúru í klósettrúllu losnar þú við þetta vandamál. Til að gera þetta enn fagmannlegra getur þú skrifað á hverja rúllu hvaða leiðsla er í henni og þá verður mun auðveldara að glíma við snúrurnar í framtíðinni.

Það er líka hægt að nota þær til að búa til gjafaöskjur. Það þarf bara að pressa rúllurnar þangað til þær verða alveg flatar og síðan brjóta upp á endana. Bættu síðan gjafabandi við og þú ert komin(n) með flotta gjafaöskju.

Það er hægt að nota þær til að láta fræ spíra. Með þessu er hægt að sleppa því að kaupa sérstaka bakka fyrir sáningu.

 

Klósettrúllur eru tilvaldar til að geyma gjafapappír í. Hann á það til að vilja rúllast út en ef þú stingur rúllunni inn í klósettrúllu þá gerist það ekki.

Vantar þig hátalara? Með því að gera aflangan skurð í klósettrúllu og setja farsíma í hann, þá ertu kominn með hátalara sem getur magnað stemmninguna.

 

Svo er auðvitað hægt að búa til pennastatíf úr klósettrúllum og ekki skemmir fyrir að það er hægt að skreyta þau með litum. Það er bara hugmyndaflugið sem setur þér takmörk í þeim efnum. Idenyt skýrði frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rannsaka ummæli háttsetts lögreglumanns – Sagði nauðganir vera „kynlíf sem séð væri eftir“

Rannsaka ummæli háttsetts lögreglumanns – Sagði nauðganir vera „kynlíf sem séð væri eftir“
Pressan
Í gær

Segir líf Corinnu Schumacher vera eins og tíu ára fangelsisvist – „Þetta er hræðileg staða“

Segir líf Corinnu Schumacher vera eins og tíu ára fangelsisvist – „Þetta er hræðileg staða“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur næstum hálshöggvinn á leikvelli

Unglingur næstum hálshöggvinn á leikvelli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óútskýrð ófrjósemi kvenna tengist genum sem valda krabbameini og hjartasjúkdómum

Óútskýrð ófrjósemi kvenna tengist genum sem valda krabbameini og hjartasjúkdómum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður fannst látinn – Kalt vatn rann niður bak nýs eiganda páfagauks hans þegar fuglinn talaði

Maður fannst látinn – Kalt vatn rann niður bak nýs eiganda páfagauks hans þegar fuglinn talaði
Pressan
Fyrir 4 dögum

NASA staðfestir að við getum breytt stefnu loftsteina – En það er einn galli

NASA staðfestir að við getum breytt stefnu loftsteina – En það er einn galli
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta gátu afi þinn og amma en þú getur þetta örugglega ekki – Eða hvað?

Þetta gátu afi þinn og amma en þú getur þetta örugglega ekki – Eða hvað?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hornsteinar lífsins, sem voru teknir á loftsteininum Ryugu, eru eldri en sólkerfið

Hornsteinar lífsins, sem voru teknir á loftsteininum Ryugu, eru eldri en sólkerfið