fbpx
Laugardagur 25.mars 2023
Pressan

Hrottalegt morð á miðöldum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. janúar 2023 21:00

Miklu ofbeldi var beitt. Mynd:Stefano Ricci/University of Siena

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögur högg í höfuðið þegar hann reyndi að hlaupa á brott. Það er það sem kom fyrir ungan mann á Ítalíu fyrir um 700 árum.

Þetta er niðurstaða rannsóknar ítalskra vísindamanna að sögn Live Science.

Ungi maðurinn var drepinn á hrottalegan hátt fyrir 700 árum með þungum höggum í höfuðið með sverði. Chiara Tesi, hjá Insubria háskólanum, sagði að yfirdrifnu ofbeldi hafi verið beitt við morðið.

Niðurstaðan byggist á rannsóknum með nútímatækni á borð við þrívíddarröntgenmyndum, myndastækkunum og fleiru. Með þessari nútímatækni gátu vísindamennirnir rannsakað bein unga mannsins.

Bein mannsins fundust í kirkju í Cittiglio í norðurhluta Ítalíu.

Rannsókn vísindamannanna leiddi í ljós að fjöldi áverka var á höfuðkúpunni og út frá þeim gátu þeir kortlagt líklega atburðarás þegar maðurinn var drepinn. Eitt högg lenti á eyrum hans og annað á hnakkanum. Tesi telur því að hann hafi að lokum hnigið niður og legið með höfuðið niður á við þegar hann fékk síðasta höggið í hnakkann, það varð honum að bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldur hneykslaðar yfir sýknudómi yfir tveimur lögreglumönnum – 135 manns létu lífið

Fjölskyldur hneykslaðar yfir sýknudómi yfir tveimur lögreglumönnum – 135 manns létu lífið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tannlæknir grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína – Færði henni blásýrusjeik til að geta byrjað nýtt líf með kollega

Tannlæknir grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína – Færði henni blásýrusjeik til að geta byrjað nýtt líf með kollega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sænsk yfirvöld hafa miklar áhyggjur – Óttast að þetta verði notað til hryðjuverka

Sænsk yfirvöld hafa miklar áhyggjur – Óttast að þetta verði notað til hryðjuverka
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kanadískur fjárfestingasjóður kaupir Pornhub

Kanadískur fjárfestingasjóður kaupir Pornhub
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona er hægt að þrífa örbylgjuofninn með aðeins einu efni sem er til á öllum heimilum

Svona er hægt að þrífa örbylgjuofninn með aðeins einu efni sem er til á öllum heimilum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegt atvik þegar veðurfréttakonan leið út af í beinni

Óhugnanlegt atvik þegar veðurfréttakonan leið út af í beinni