fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Fundu óvenjulega risaeðlusteingervinga

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. janúar 2023 07:30

Svona lítur eitt hreiðranna út. Mynd:Harsha Dhiman/G.V.R.Prasad

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingervingafræðingar gerðu merkilega uppgötvun í miðhluta Indlands. Þar fundu þeir risaeðluhreiður, auðvitað steingert. Þar eru 92 hreiður og 256 egg titanosaurs risaeðla en það voru risastórar plöntuætur.

CNN segir að rannsókn á hreiðrinu og eggjunum hafi varpað ljósi á mikilvæg atriði varðandi líf þessara risastóru dýra sem röltu um hér á jörðinni fyrir 66 milljónum ára.

Eggin, sem eru 15 til 17 cm í þvermál, eru líklega frá nokkrum dýrum. Guntupalli Prasad, steingervingafræðingur við Delhi háskóla, sagði að fjöldi eggja í hverju hreiðri hafi verið á bilinu 1 til 20. Mörg hreiðranna voru þétt saman.

Prasad sagði að þessi fundur bendi til að titanosaurs hafi ekki alltaf verið umhyggjusömustu foreldrarnir. „Þar sem titanosaurs voru svo risastórir, þá hefðu þeir ekki geta farið að hreiðrunum og gengið á milli þeirra eða gefið ungunum að éta því þeir hefðu stigið á eggin og kramið þau,“ sagði Prasad.

Hér sjást steingerð egg. Mynd:Harsha Dhiman/G.V.R.Prasad

 

 

 

 

 

Dr Darla Zelenitsky, prófessor í steingervingafræði við Calgary háskóla, sagði í samtali við CNN að það sé mjög óvenjulegt að finna svo mörg hreiður risaeðla því ákveðnar aðstæður hafi þurft að vera til staðar til að eggin yrðu að steingervingum.

Fyrstu eggin á þessu svæði fundust á tíunda áratug síðustu aldar og þau síðustu 2020.  Þau höfðu varðveist ótrúlega vel að sögn steingervingafræðinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?