fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Pressan

Kynlífsskandall í Ástralíu

Pressan
Föstudaginn 27. janúar 2023 10:30

Melbourne, Ástralíu - Mynd: Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Giftur yfirmaður í AFL, atvinnumannadeildinni í áströlskum fótbolta, er búinn að segja upp störfum eftir að upp komst um kynlífsskandal. Yfirmaðurinn sem um ræðir er gift kona sem hafði haldið framhjá eiginmanni sínum með yngri undirmanni sínum.

Ástralski fjölmiðillinn Herald Sun varpaði ljósi á málið en í frétt þeirra kemur fram að uppsögn konunnar hafi komið í kjölfar þess sem skandallinn kom í ljós. Undirmaðurinn sem hún hélt framhjá með er ekki giftur en er í sambandi. Upp komst um framhjáhaldið þegar maki mannsins sá samskipti milli hans og giftu konunnar í símanum hans. Hann viðurkenndi svo framhjáhaldið þegar honum varð ljóst að hann gæti ekki haldið því leyndu lengur.

Málinu lauk þó ekki með því þar sem maki hans hringdi á vinnustað mannsins og giftu konunnar til að segja frá framhjáhaldinu. Ljóst er að gifta konan var fljót að skila inn uppsagnarbréfinu og yfirgefa vinnustaðinn því hún hefur ekki ennþá komið aftur til að sækja dótið sitt eða kveðja samstarfsfélaga sína. Vinnustaðurinn, sem er í áströlsku borginni Melbourne, er þó búinn að senda henni stuttan tölvupóst þar sem henni er þakkað fyrir störf sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tannlæknir grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína – Færði henni blásýrusjeik til að geta byrjað nýtt líf með kollega

Tannlæknir grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína – Færði henni blásýrusjeik til að geta byrjað nýtt líf með kollega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsaka ummæli háttsetts lögreglumanns – Sagði nauðganir vera „kynlíf sem séð væri eftir“

Rannsaka ummæli háttsetts lögreglumanns – Sagði nauðganir vera „kynlíf sem séð væri eftir“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti að nota fimmtu flugvélina í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 2001?

Átti að nota fimmtu flugvélina í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 2001?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður fannst látinn – Kalt vatn rann niður bak nýs eiganda páfagauks hans þegar fuglinn talaði

Maður fannst látinn – Kalt vatn rann niður bak nýs eiganda páfagauks hans þegar fuglinn talaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegt atvik þegar veðurfréttakonan leið út af í beinni

Óhugnanlegt atvik þegar veðurfréttakonan leið út af í beinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta gátu afi þinn og amma en þú getur þetta örugglega ekki – Eða hvað?

Þetta gátu afi þinn og amma en þú getur þetta örugglega ekki – Eða hvað?