fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Drukknaði við að bjarga dóttur sinni

Pressan
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 13:30

Paul Doran

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Paul Doran og Simonne voru að njóta lífsins í sjónum við Seven Mile ströndinni í New South Wales í Ástralíu ásamt þremur börnum sínum þegar allt í einu kom mikill öldugangur sem hreif dóttur þeirra með sér út í sjóinn. Dóttirin sem um ræðir er 11 ára gömul en Paul og Simonne fóru strax af stað í að bjarga dóttur sinni og hinum tveimur börnum sínum. Þeim tókst að koma öllum börnunum á land en Paul drukknaði við það að bjarga dóttur sinni.

„Paul drukknaði og lést er hann og eiginkona hans sýndu mikið hugrekki og björguðu börnunum sínum,“ er haft eftir bróður Simonne, Brendan McDonnell, í frétt Nine News um málið. „Það er erfitt að trúa því að við séum búin að missa Paul,“ segir Brendan sem bætir við að andlátið sé fjölskyldunni afar þungbært.

Paul flutti ásamt fjölskyldu sinni frá Írlandi til Ástralíu í júlí á síðasta ári. Þau höfðu því ekki búið í landinu í ár þegar líf þeirra breyttist til muna. Paul, sem var 45 ára gamall þegar hann lést, hefur verið lýst sem fjölskyldumanni sem vildi aðeins það besta fyrir sína nánustu. Honum var umhugað um menntun barnanna sinna og hvatti þau til að taka þátt í íþróttum og öðrum tómstundum, þar að auki hafði hann það í hávegum að eyða tíma saman sem fjölskylda.

„Það er einmitt það sem þau voru að gera þetta kvöld sem hann lést við að bjarga þeim,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“