fbpx
Laugardagur 04.febrúar 2023
Pressan

COVID-19 faraldur í Pyongyang – Borginni lokað

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 07:01

Frá Pyongyang í Norður-Kóreu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll samfélagsstarfsemi hefur verið stöðvuð í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, vegna mikillar aukningar á ónafngreindum öndunarfærasjúkdómi.

Suðurkóreski miðillinn NK News skýrir frá þessu og vitnar í tilkynningu frá norðurkóreskum yfirvöldum um að öll samfélagsstarfsemi skuli stöðvuð í fimm daga í höfuðborginni.

Ekki kemur fram í tilkynningunni að um COVID-19 sé að ræða en væntanlega er það einmitt COVID-19 sem herjar á borgarbúa þessa dagana. Þegar norðurkóresk yfirvöld játuðu loks á síðasta ári að veiran hefði náð til landsins höfðu þau einmitt talað um ónafngreindan öndunarfærasjúkdóm dagana á undan.

NK News segir að borgarbúar verði að halda sig heima þar til á miðnætti á sunnudaginn og að þeir verði að láta mæla líkamshita sinn nokkrum sinnum á dag.

Miðillinn sagði í gær að svo virtist sem borgarbúar væru að hamstra vörur vegna yfirvofandi stöðvunar samfélagsstarfsemi.

Ekki er vitað hvort gripið hefur verið til álíka aðgerða annars staðar í þessu harðlokaða einræðisríki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fangar gætu keypt sér styttri fangelsisvist með líffærum sínum

Fangar gætu keypt sér styttri fangelsisvist með líffærum sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Teslan bjargaði lífi þeirra en fjölskyldufaðirinn verður ákærður fyrir morðtilraun

Teslan bjargaði lífi þeirra en fjölskyldufaðirinn verður ákærður fyrir morðtilraun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvífaramorðið – Er grunuð um að hafa myrt tvífara sinn til að sviðsetja eigin dauða

Tvífaramorðið – Er grunuð um að hafa myrt tvífara sinn til að sviðsetja eigin dauða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýbakaðri móður er illa brugðið yfir bréfi frá vinkonum sínum – „Okkur er alveg sama“

Nýbakaðri móður er illa brugðið yfir bréfi frá vinkonum sínum – „Okkur er alveg sama“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg sjón blasti við lögreglumönnunum þegar þeir komu niður í kjallarann

Ótrúleg sjón blasti við lögreglumönnunum þegar þeir komu niður í kjallarann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýjar upplýsingar í máli Anne-Elisabeth Hagen – Leynileg rannsókn lögreglunnar

Nýjar upplýsingar í máli Anne-Elisabeth Hagen – Leynileg rannsókn lögreglunnar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Tólf hlutir sem er hægt að gera til að draga úr líkum á að fá elliglöp

Tólf hlutir sem er hægt að gera til að draga úr líkum á að fá elliglöp
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hvalir geta verið lykillinn að stórum sigri í krabbameinsrannsóknum

Hvalir geta verið lykillinn að stórum sigri í krabbameinsrannsóknum