fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Grunur um barnaníðingshring innan bresku lögreglunnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. janúar 2023 08:00

Lundúnalögreglan, Scotland Yard, rannsakar nú mál 800 lögreglumanna. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska lögreglan hefur átt í vök að verjast hvað varðar almenningsálitið að undanförnu vegna margra hneykslismála. Lögreglumenn hafa verið dæmdir fyrir morð og ofbeldisverk og mál um 800 lögreglumanna í Lundúnum eru nú til rannsóknar. Þeir eru grunaðir um heimilisofbeldi og kynferðisbrot.

Nú er enn eitt málið komið upp á yfirborðið. Tveir fyrrum lögreglumenn, báðir eru komnir á eftirlaun, hjá Lundúnalögreglunni eru grunaðir um að hafa verið félagar í barnaníðshring sem starfaði innan lögreglunnar. Skiptust meðlimirnir meðal annars á barnaklámi.

Þessar upplýsingar komu fram eftir að Richard Watkinson, yfirlögregluþjónn í vesturhluta Lundúna, fannst látinn daginn sem hann átti að mæta á lögreglustöð til að taka við ákæru vegna vörslu barnakláms. Talið er að hann hafi tekið eigið líf.

Búið er að ákæra tvo fyrrum lögreglumenn í Lundúnalögreglunni fyrir vörslu barnakláms, framleiðslu barnakláms og fleiri brot því tengd.

Nýlega var skýrt frá máli David Carrick, 48 ára lögreglumanns, sem hefur játað 24 nauðganir og álíka mörg ofbeldisbrot.  Þá er mál Sarah Everhard, 31 árs, mörgum enn í fersku minni en lögreglumaður nauðgaði henni og myrti í Lundúnum 2020.

„Þetta eru án vafa dekkstu vikur lögreglunnar í þau tæpu 30 ár sem ég hef starfað hér. Traustið á lögreglunni hangir á bláþræði,“ sagði Lee Freeman, lögreglustjóri í Humberside í samtali við Sky News.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?