fbpx
Þriðjudagur 28.mars 2023
Pressan

Grunur um barnaníðingshring innan bresku lögreglunnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. janúar 2023 08:00

Lundúnalögreglan, Scotland Yard, rannsakar nú mál 800 lögreglumanna. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska lögreglan hefur átt í vök að verjast hvað varðar almenningsálitið að undanförnu vegna margra hneykslismála. Lögreglumenn hafa verið dæmdir fyrir morð og ofbeldisverk og mál um 800 lögreglumanna í Lundúnum eru nú til rannsóknar. Þeir eru grunaðir um heimilisofbeldi og kynferðisbrot.

Nú er enn eitt málið komið upp á yfirborðið. Tveir fyrrum lögreglumenn, báðir eru komnir á eftirlaun, hjá Lundúnalögreglunni eru grunaðir um að hafa verið félagar í barnaníðshring sem starfaði innan lögreglunnar. Skiptust meðlimirnir meðal annars á barnaklámi.

Þessar upplýsingar komu fram eftir að Richard Watkinson, yfirlögregluþjónn í vesturhluta Lundúna, fannst látinn daginn sem hann átti að mæta á lögreglustöð til að taka við ákæru vegna vörslu barnakláms. Talið er að hann hafi tekið eigið líf.

Búið er að ákæra tvo fyrrum lögreglumenn í Lundúnalögreglunni fyrir vörslu barnakláms, framleiðslu barnakláms og fleiri brot því tengd.

Nýlega var skýrt frá máli David Carrick, 48 ára lögreglumanns, sem hefur játað 24 nauðganir og álíka mörg ofbeldisbrot.  Þá er mál Sarah Everhard, 31 árs, mörgum enn í fersku minni en lögreglumaður nauðgaði henni og myrti í Lundúnum 2020.

„Þetta eru án vafa dekkstu vikur lögreglunnar í þau tæpu 30 ár sem ég hef starfað hér. Traustið á lögreglunni hangir á bláþræði,“ sagði Lee Freeman, lögreglustjóri í Humberside í samtali við Sky News.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mýflugur eru eldri en elstu risaeðlurnar

Mýflugur eru eldri en elstu risaeðlurnar
Pressan
Í gær

Kaþólskur hópur eyddi mörg hundruð milljónum í að afla gagna um presta sem notuð stefnumótaöpp fyrir samkynhneigða

Kaþólskur hópur eyddi mörg hundruð milljónum í að afla gagna um presta sem notuð stefnumótaöpp fyrir samkynhneigða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keypti líffæri af spilltum starfsmanni líkhúss og endurseldi með stórgróða – Var stoltur af hinu ógeðfellda safni sínu

Keypti líffæri af spilltum starfsmanni líkhúss og endurseldi með stórgróða – Var stoltur af hinu ógeðfellda safni sínu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn vara við – Getur orðið verra en reiknað er með

Vísindamenn vara við – Getur orðið verra en reiknað er með
Pressan
Fyrir 3 dögum

75.000 demantar hafa fundist í bandarískum þjóðgarði

75.000 demantar hafa fundist í bandarískum þjóðgarði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjákona tannlæknisins farin í felur – Eiginkonuna grunaði að ekki væri allt með felldu með sjeikinn hennar

Hjákona tannlæknisins farin í felur – Eiginkonuna grunaði að ekki væri allt með felldu með sjeikinn hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakfelldur fyrir mannshvarf árið 1996 – Líkið hefur aldrei fundist

Sakfelldur fyrir mannshvarf árið 1996 – Líkið hefur aldrei fundist
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mörg þúsund manns gætu hafa tapað háum fjárhæðum á notkun rafmyntaapps

Mörg þúsund manns gætu hafa tapað háum fjárhæðum á notkun rafmyntaapps