fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Xi hefur áhyggjur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 21:00

Xi Jinping, forseti Kína., og undirsátar hans virðast vera með óhreint mjöl í pokahorninu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverskir lyfjaframleiðendur hamast nú við að framleiða lyf gegn kórónuveirunni skæðu. Þetta eru hitalækkandi lyf og önnur lyf sem hægt er að nota gegn smiti. Ástæðan er að nú um helgina fagna Kínverjar nýju ári og hafa valdhafa miklar áhyggjur af nýársfögnuðinum.

Xi Jinping, forseti, hefur sagt að hann hafi áhyggjur af ferðum margra landa sinna út á land þar sem yfirvöld séu ekki eins vel í stakk búin til að takast á við skyndilega útbreiðslu veirunnar.

Um mánuður er síðan kínversk yfirvöld afnámu skyndilega allar sóttvarnaaðgerðir og slepptu veirunni í raun lausri. Það hefur valdið miklum faraldri og telur breska fyrirtækið Airfinity, sem sérhæfir sig í að meta heilsufarsáhættu, að allt að 36.000 manns látist nú á dag af völdum veirunnar.

Á sunnudaginn sögðu yfirvöld að um 60.000 manns hefðu látist af völdum veirunnar á sjúkrahúsum landsins frá 8. desember til 12. janúar. Þetta eru tíu sinnum fleiri en þau höfðu áður sagt að hefðu látist.

Inni í þessum tölum eru ekki þeir sem deyja heima hjá sér og kínverskir læknar hafa sagt að þeim sé ráðið frá því að skrifa COVID-19 sem dánarorsök á dánarvottorð.

Sérfræðingar í heilbrigðismálum segja opinberar tölur séu líklega langt frá raunveruleikanum. Miðað við fréttir af álagi á sjúkrahús og langar raðir við útfararstofur og líkbrennslur megi ætlað að dauðsföllin séu miklu fleiri. „Kannski nær 600.000 en bara 60.000,“ sagði Ben Cowling, farsóttafræðingur við Hong Kong háskóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?