fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Fundu beinagrind í húsi í litlum bæ – Smjörpakki veitti ákveðnar upplýsingar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 13. janúar fannst beinagrind í rúmi í húsi einu í írska bænum Mallow. Sæng var breidd yfir hana.

Það gerist stundum að langur tími líður frá andláti og þar til það uppgötvast en í þessu máli er tíminn óvenjulega langur því lögreglan telur að um 20 ár séu síðan viðkomandi lést. Enginn hafði saknað hans í öll þessi ár.

Um 12.000 manns búa í Mallow og virðist sem hins látna hafi ekki verið saknað af neinum.

Beinagrindin fannst í yfirgefnu húsi sem er löngu búið að negla fyrir gluggana á. Lögreglunni var tilkynnt um málið eftir að starfsmenn sveitarfélagsins hófust handa við meindýraeyðingu í og við húsið en kvartað hafði verið undan meindýrum á svæðinu.

Starfsmennirnir fundu svo beinagrindina í rúminu. Hún var flutt til rannsóknar á háskólasjúkrahúsið í Cork. Niðurstaðan var að sögn Irish Mirror að beinagrindin sé af manni sem átti heima í húsinu. Hann hafði ekki sést áratugum saman, eða síðan hann var rétt rúmlega sextugur. Hann hafði haldið sig út af fyrir sig í gegnum tíðina og töldu nágrannar hans að hann hefði flutt aftur til Englands en þar hafði hann búið um hríð.

Kenning lögreglunnar um að maðurinn hafi látist fyrir um 20 árum byggist á því að í ísskáp hússins fannst smjör sem rann út 2001.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?