fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Úthúðað fyrir að neita smiðnum um klósettpásu – „Þetta er ekki almenningssalerni“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 28. ágúst 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húseigandi varð fyrir gífurlegri gagnrýni netverja eftir að myndband af henni var birt á TikTok. Í myndbandinu má sjá konuna neita smið, sem er á heimili hennar að gera upp baðherbergið, um að nota salernið. 

Smiðurinn var skiljanlega hissa á ofsafengnum viðbrögðum konunnar og setti myndbandið á TikTok. Þar má sjá smiðinn halda á síma sínum og ræða við konuna, meðan annar er á hnjánum að flísa baðherbergið. 

@alexvueltas0@Osha

♬ original sound – Alex

„Farðu á klósettið heima, þetta er ekki almenningssalerni, þetta er hús og ég vil ekki að þú notir baðherbergið,“ segir konan. „Ekki rífast við mig, það er ég sem borga þér.“

Konan verður sífellt æstari og endar með að segja smiðnum að hypja sig annars muni hún hringja á lögregluna. Konan stendur yfir smiðnum á gólfinu og er farin að rétta honum flísar. 

Myndbandið hefur fengið um 3,7 milljónir áhorfa á TikTok og í athugasemdum þá er ljóst að netverjar eru ekki í liði með konunni. 

„Ég myndi aldrei koma svona fram við einhvern sem er að gera eitthvað fyrir mig. Jafnvel þó ég sé að borga. Þetta er hræðilegt.“

Sumir lögðu meira að segja til að smiðurinn leitaði lögfræðiráðgjafar vegna atviksins, þar sem konan þyrfti að bjóða upp á salerni, færanlegt ef smiðirnir mættu ekki nota það sem er í húsinu. Smiðurinn greinir frá því að konan borgaði verkið að fullu, þrátt fyrir rifrildið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?