fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt að setja sítrónu á náttborðið

Pressan
Laugardaginn 19. ágúst 2023 15:00

Sítrónur eru góðar og frískandi og til margra hluta nytsamlegar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er vel þekkt að sítrusávextir á borð við sítrónur búa yfir mörgum kostum fyrir heilsu fólks. En vissir þú að það er hægt að fá meira út úr þeim en bara gott bragð og vítamín? Eitt það besta við þetta er að þú þarft ekki einu sinni að borða sítrónur til að geta notið allra kosta þeirra.

Eitt af því sem er hægt að gera, er að skera þrjár sítrónur í sneiðar og setja á náttborðið. Ástæðan er að sítrónurnar veita ferskan ilm og eru lykteyðandi. Frískandi sítrusilmur getur nefnilega falið lykt, sem er síður góð, og breitt góðan ilm um herbergið. Sítrónuilmur er oft tengdur við hreinlæti og getur skapað huggulegt andrúmsloft.

Diana Elizabeth, stofnandi Skin Care Ox, segir að það hafa sítrónur við hliðina á sér þegar sofið er geti fært fólki ákveðinn heilsufarslegan ávinning. Þegar fólk andar ilminum að sér getur það styrkt einbeitingu þess og dregið úr stressi. Ástæðan er hugsanlega að við þetta eykst framleiðsla líkamans á serótíni og þetta hefur róandi áhrif á öndunarfærin.

Hér eru nokkur ráð um hvernig er hægt að nota sítrónur til annars en matar.

Það er hægt að skera sítrónur í sneiðar og setja í skál eða á disk. Sneiðarnar senda frá sér sinn náttúrulega ilm og hressa upp á loftið í herberginu/húsinu.

Það er hægt að búa til sítrónuúða með því að blanda ferskum sítrónusafa og vatni saman í úðabrúsa. Síðan er bara að úða úr honum til að fá ferskan og frískandi ilm.

Geymdu sítrónubörkinn og láttu hann þorna. Þegar hann er orðinn þurr skaltu setja hann í litla skál eða poka. Komdu skálunum og pokunum fyrir á ýmsum stöðum í húsinu og þú færð ferskan og góðan ilm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær