Eitt af því sem er hægt að gera, er að skera þrjár sítrónur í sneiðar og setja á náttborðið. Ástæðan er að sítrónurnar veita ferskan ilm og eru lykteyðandi. Frískandi sítrusilmur getur nefnilega falið lykt, sem er síður góð, og breitt góðan ilm um herbergið. Sítrónuilmur er oft tengdur við hreinlæti og getur skapað huggulegt andrúmsloft.
Diana Elizabeth, stofnandi Skin Care Ox, segir að það hafa sítrónur við hliðina á sér þegar sofið er geti fært fólki ákveðinn heilsufarslegan ávinning. Þegar fólk andar ilminum að sér getur það styrkt einbeitingu þess og dregið úr stressi. Ástæðan er hugsanlega að við þetta eykst framleiðsla líkamans á serótíni og þetta hefur róandi áhrif á öndunarfærin.
Hér eru nokkur ráð um hvernig er hægt að nota sítrónur til annars en matar.
Það er hægt að skera sítrónur í sneiðar og setja í skál eða á disk. Sneiðarnar senda frá sér sinn náttúrulega ilm og hressa upp á loftið í herberginu/húsinu.
Það er hægt að búa til sítrónuúða með því að blanda ferskum sítrónusafa og vatni saman í úðabrúsa. Síðan er bara að úða úr honum til að fá ferskan og frískandi ilm.
Geymdu sítrónubörkinn og láttu hann þorna. Þegar hann er orðinn þurr skaltu setja hann í litla skál eða poka. Komdu skálunum og pokunum fyrir á ýmsum stöðum í húsinu og þú færð ferskan og góðan ilm.