fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Svona kemstu hjá því að prumpið sé illa lyktandi

Pressan
Sunnudaginn 16. júlí 2023 15:00

Hver prumpaði?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa fundið út hvaða matvæli valda því að prump lyktar sérstaklega illa og hvað er hægt að borða til að koma í veg fyrir að prumpið lykti.

Þegar fólk losar vind innan um aðra vonast það eftir tvennu: Að þetta gerist hljóðlaust og að það lykti ekki eins og rotið egg.

Miðað við niðurstöður rannsóknar einnar þá er hugsanlega hægt að prumpa hljóðlaust ef maður býr yfir nægri sjálfsstjórn og það er einnig hugsanlega hægt að tryggja að prumpið sé lyktarlaust ef maður borðar rétta matinn.

New Scientist segir að vísindamenn við Monash háskólann í Melbourne hafi rannsakað þetta og komist að því prump lykta ekki eins illa ef prótínneysla er skorin niður.

Chu Yao, sem vann að rannsókninni, sagði að þetta skýri af hverju íþróttafólk, sem innbyrðir mikið af prótíni, sé þekkt fyrir sérstaklega illa lyktandi prump.

Prump samanstendur í raun af lyktarlausum gastegundum en hinn velþekkti óþefur af rotnum eggjum stafar frá brennisteinsvetni sem myndast þegar bakteríurnar í þörmunum fá prótín.

Vísindamennirnir segja að magn brennisteinsvetnis hafi minnkað mikið þegar fólk innbyrti meira af grófu kornmeti og grænmeti og skar prótínneysluna niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu