fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Typpastækkun fór úrskeiðis – Skelfilegar afleiðingar

Pressan
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 06:55

Bitinn í punginn af sporðdreka - Ái. Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérkennilegt mál er nú fyrir dómi í Wuppertal í Þýskalandi. Þar situr 46 ára maður á sakamannabekk en hann er ákærður fyrir að hafa orðið 32 ára manni að bana.

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa sprautað silíkoni í lim og eistu hins látna. Þetta varð til þess að maðurinn fékk blóðeitrun sem leiddi síðan til þess að helstu líffæri hans hættu að starfa. En áður hafði hann þjáðst mikið að sögn Dagbladet sem skýrir frá málinu.

Maðurinn er nánar tiltekið ákærður fyrir líkamsmeiðingar sem leiddu til dauða hins mannsins auk brota á lögum um heilbrigðisstarfsfólk.

Mennirnir kynntust 2016 á stefnumótasíðu og hittust í fyrsta sinn á Pridehátíð í Köln.

Hinn ákærði játar að hafa sprautað silíkoni þrisvar í manninn, í síðast sinn 2018. Maðurinn lést síðan 2020 í kjölfar aukaverkana af þriðju sprautunni.

Bild segir að maðurinn telji sig ekki bera ábyrgð á dauða vinarins. Hann hafi verið meðvitaður um áhættuna.

Segir Bild einnig að maðurinn hafi ekki sýnt nein merki iðrunar þegar hann tjáði sig fyrir dómi í síðustu viku.

Hann sagði að vinur hans hafi sagt honum að hann „dreymdi um stærra tól“ og væri „öfundsjúkur“ yfir stærð lims hin ákærða og hafi beðið hann um að dæla sílikoni í kynfærin.

Hinn ákærði sagðist hafa gert þetta við sjálfan sig áður en hann sprautaði vin sinn. Hann hafi lært aðferðina á Internetinu.

Ef hann verður sakfelldur á hann þriggja ára fangelsi yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“