fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Farþegar Titan kafbátsins taldir hafa vitað örlög sín á bilinu 48-72 sekúndum fyrir harmleikinn – „Ímyndið ykkur hryllinginn“

Pressan
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 20:00

Mynd: AP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm manns létu lífið er köfunartækið Titan fórst á ferð sinn að flaki Titanic skipsins fræga. Spænski verkfræðingurinn og neðansjávarsérfræðingurinn José Luis Martín hefur nú varpað hrollvekjandi ljósi á hvernig síðustu stundir farþeganna um borð hafi litið út.

Hann segir að þegar kaftækinu var sökkt hafi líklega komið upp rafmagnsbilun sem hafi orðið því til leiða að Titan hafði ekki lengur þrýstikraft. Án þessa þrýstikraftar hafi þyngd farþeganna og stjórnanda tækisins, leitt til óstöðugleika. Líklega hafi bilunin átt sér stað á 1600 metra dýpi.

Þetta hafi orðið til þess að kaftækið sökk með nefið, eða framhlutann á undan, í átt að botni sjávar. Þar sem stjórntæki og öryggisbúnaður hafi verið laskaður, hafi ekki verið hægt að stýra tækinu og stjórnandi tækisins hafi ekki geta notað neyðarhnapp til að losna við þyngd til að komast aftur upp á yfirborð.

„Titan skipti um stöðu og féll lóðrétt eins og ör vegna 400 kílóa þyngdar farþeganna sem voru við útsýnisglugga og olli óstöðugleika. Farþegarnir steyptust niður og tróðust ofan á hvert annað. Ímyndið ykkur hryllinginn, óttan og angistina. Þetta hlýtur að hafa verið eins og í hrollvekju.“

José telur að þetta hafi allt gerst á um mínútu, eða á bilinu 48-72 sekúndur þar sem kaftækið sökk til botns í frjálsu falli. Á þessum skamma tíma hafi hópurinn um borð þó áttað sig á alvarleikanum, og það í kolniðamyrkri.

„Á þessum tíma hafa þau áttað sig á stöðunni. Og það sem meira er, þá gerðu þau það í kolniðamyrkri. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvað þau gengi í gegnum á þessum tíma.“

Er kaftækið sökk dýpra og dýpra ofan í hyldýpið af miklum hraða hafi aukinn þrýstingur á auknu dýpi sett gífurlegt álag á skrokk tækisins. Þrýstingurinn hafi svo gert það að verkum að kaftækið féll saman á um 2700 metra dýpi. Farþegar hafi látist samstundis.

Áður hefur verið bent á að vankantar á skipskrokki kaftækisins hafi verið orsök harmleiksins, en líklega hafi skrokkurinn, sem átti að þola mikinn þrýsting, verið gallaður sem olli því að hann féll saman við mikinn þrýsting. Skrokkurinn samanstóð meðal annars af kolatrefjum, en slíkir skrokkar séu þekktir fyrir galla þar sem kolatrefjar eru viðkvæmara efni en mörg önnur. Um leið og smá vatn náði að brjóta sér leið inn í kaftækið, á þessu dýpi, hafi vatn streymt inn á um það bil 10 þúsund kílómetra hraða og banað öllum um borð samstundis.

Þau sem létu lífið voru stjórnandi kaftækisins, Stockton Rush, franski Titanic-sérfræðingurinn Paul-Henri Nargeolet, breski milljarðamæringurinn Hamish Harding, og pakistanski athafnamaðurinn Shahzada Dawood og sonur hans, Sulaiman Dawood.

Fyrirtækið sem stóð fyrir leiðangrinum hefur neitað að tjá sig um harmleikinn, en þó blásið af allar áætlaðar ferðir á næstunni, en fyrirtækið sætir harðri gagnrýni fyrir að hafa stytt sér leiðir hvað varðar öryggismál.

New York Post greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana