fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Kennari rekinn eftir að hafa skrópað í vinnuna í 20 ár

Pressan
Þriðjudaginn 11. júlí 2023 04:10

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður að segjast á yfirvöld í Chiogga, sem er á Ítalíu, hafa mikið langlundargeð gagnvart starfsfólki sínu og fjarvistum þess. Að minnsta kosti ef miðað er við mál Cinzia Paolina de Lio. Hún var nýlega rekin úr starfi sem kennari í einum skóla bæjarins. Hún hafði starfað þar í 24 ár en af þessum 24 árum var hún fjarverandi í 20 ár.

Í þau fáu skipti sem hún mætti til vinnu, hún kenndi sögu og heimspeki, var hún lítt í sambandi við umhverfið, eyddi miklum tíma í símanum, virtist vera algjörlega óundirbúin fyrir kennslu og neyddist til að fá skólabækur lánaðar hjá nemendunum.

Að lokum fengu nemendur hennar nóg og kvörtuðu til skólastjórnenda og rannsókn var ýtt úr vör í framhaldinu. Hún endaði með að de Lio var rekin. Hún sætti sig ekki við brottreksturinn og fór með málið fyrir dóm og fór málið alla leið fyrir hæstarétt. Þar versnaði málið enn frekar fyrir hana því dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að það hafi ekki aðeins verið kennsluaðferðir hennar og kennsla sem voru ekki í lagi. 

Í ljós kom að hún hafði „skrópað“ í vinnuna í 20 ár af þeim 24 sem hún var starfandi við skólann.

Á öllum þessum árum tókst henni aðeins að mæta reglulega til starfa í fjóra samfellda mánuði.

Eins og fyrr sagði voru nemendur hennar allt annað en sáttir við hana og kvörtuðu undan henni. Það sem varð til þess að upp úr sauð hjá þeim var að hún sendi sms þegar hún var með nemendur í munnlegum prófum og sendi þeim umsögn um verkefni, sem þeir höfðu skilað, sem tengdist verkefnunum ekki vitund.

Ítalska menntamálaráðuneytið annaðist rannsókn málsins og fylgdust starfsmenn þess með kennslu hennar í þrjá daga. Niðurstaðan var að kennsluaðferðir hennar væru „ekki kennsluaðferðir“.

De Lio notaði veikinda- og frídaga til að sleppa við að mæta til vinnu. Auk þess var hún dugleg við að sækja ráðstefnur.

Eflaust spyrja sumir sig af hverju hún komst upp með þetta og af hverju hún fékk vinnu í upphafi? Ástæðan er að hún er gift starfsmanni ítölsku efnahagsbrotadeildarinnar.

Þegar blaðamaður la Repubblica hafði samband við de Lio til að heyra hennar hlið á málinu, hentaði það henni illa því hún var á ströndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi