fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Áhangandi Charles Manson fær reynslulausn eftir 50 ára fangelsisvist

Pressan
Þriðjudaginn 11. júlí 2023 06:57

Leslie Van Houten

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir í að Leslie Van Houten, sem var meðlimur í sértrúarsöfnuði Charles Manson, fái reynslulausn úr fangelsi á næstunni. Hún hefur setið í fangelsi í rúmlega hálfa öld.

Houten var dæmd í fangelsi árið 1969 fyrir að hafa stungið hjónin Leno LaBianca og Rosemary LaBianca til bana á heimili þeirra í Los Angeles. Hún var aðeins 19 ára þegar hún framdi ódæðisverkið og um leið yngsti meðlimurinn í söfnuði Manson.

Manson lést 2017, 83 ára að aldri, en hann var einn umtalaðist glæpamaður síðustu aldar. Hann fyrirskipaði fjölda morða sem voru framin í Los Angeles sumarið 1969.

Þekktasta morðið var þegar leikkonan Sharon Tate, sem var barnshafandi, var myrt ásamt fjórum vinum sínum af áhangendum Manson.

Nancy Tetreault, lögmaður Houten, segir að hún fái reynslulausn innan nokkurra vikna.

Gavin Newsom, ríkisstjóri í Kaliforniu, hefur barist gegn því að hún fái reynslulausn en hefur nú játað sig sigraðan og segir að áfrýjun ákvörðunar um reynslulausn muni væntanlega ekki bera árangur.

Markmiðið með morðunum var að varpa sökinni á svarta Bandaríkjamenn og koma þannig kynþáttastríði af stað.

Manson og fjórir áhangendur hans voru dæmdir til dauða en dómunum var síðar breytt í ævilangt fangelsi.

Manson sótti 12 sinnum um reynslulausn en fékk alltaf synjun. Á þeim 40 árum, sem hann sat í fangelsi, braut hann reglur fangelsisins rúmlega 100 sinnum. Hann hafði meðal annars í hótunum við fangaverði, líkamsárásir og vörslu vopns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær