fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Áralöng martröð eftir að hún lenti í klóm leirgeddunnar Lydiu – Lést vera frægur leikari og gerði tilveru Jess að helvíti á jörðu

Pressan
Mánudaginn 10. júlí 2023 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfreyjan Jess taldi sig hafa dottið í lukkupottinn þegar hún hitti ástralska leikarann Lincoln Lewis fyrir fjórtán árum síðan. Þau hittust fyrir tilviljun en þessi tilviljun átti eftir að verða upphafið af rúmlega áratugalangri martröð fyrir þessa einstæðu móður sem á endanum komst að því að hún væri fórnarlamb leirgeddu (e. catfish).

Jess deildi sögu sinni með 60 Minutes á sunnudaginn.

„Fólk mun aldrei skilja þetta, og það hugsar alltaf – hvernig gastu verið svona heimsk? En þar til þú lendir í þessu, þá geturðu ekki skilið hversu erfitt er að sleppa.“

Útsmoginn lygari

Jess var ein af þeim fimm konum sem lentu í umsáturseinelti frá konu sem heitir Lydia Abdelmalek, en eineltið átti sér stað á fjögurra ára tímabili. Lydia herjaði á konurnar með því að búa til gerviaðganga á samfélagsmiðlum þar sem hún villti á sér heimildir. Á einum slíkum aðgangi þóttist hún vera áðurnefndur leikari, Lincoln Lewis. Lydia áreitti fórnarlömb sín og fjölskyldur sínar og notaði persónuupplýsingar til að fjárkúga þau. Varð þetta til þess að einn þolendanna, Emma, tók eigið líf árið 2018.

Jess segir að hún hafi hitt leikarann Lewis fyrir tilviljun og í kjölfarið ákveðið að vingast við hann á Facebook. Hún hafi þar fundið aðgang sem bar með sér að tilheyra leikaranum og sendi hún vinabeiðni. Þar átti hún í miklum samskiptum við „leikarann“ og virtist hafinn með þeim traust vinátta. En Jess vissi þarna ekki að hún var í raun að eiga samskipti við Lydiu.

„Þessi kona var með mjög útsmogna leið til að ná frá manni upplýsingum. Ég man enn hvaða dag það breyttist. Ég man að „hann“ spurði hvort hann mætti hringja og ég hugsaði að það væri í fínu lagi, svo ég gaf honum númerið mitt. Þið vitið hvernig þetta er, þegar indæll ungur maður er að hrósa manni og veit, að því er virðist, mikið um þig, þá er það mjög uppörvandi.“

Jess taldi sig eiga í ástarsambandi við leikarann, svokölluðu fjarbúðarsambandi þar sem öll asmskipti fóru fram á netinu, í gegnum símtöl og í smáskilaboðum.

„Það fóru að vakna með mér efasemdir. Því hann vildi ekki hitta mig og þannig. Ég fór að glíma við nagandi efa en ég hugsaði þó að það væri engin ástæða fyrir einhvern að hafa samband við mig bara til að ljúga að mér.“

Heimurinn hrundi

Fór svo að Jess vildi frá frekari sannanir fyrir því að hún væri í raun að ræða við leikarann svo þau ákváðu að ræða saman í gegnum Skype. Og þegar síminn hringdi þá var það vissulega Lincoln Lewis sem var að tala við hana.

„Og ég bara man eftir að sjá hann tala. Ég sagði eitthvað og þá kom smá bið og svo nnokkrum mínútum seinna sá ég hann, takandi bakföll af hlátri. Ég var lukkuleg. Ég var spennt. Ég hugsaði – Guð minn góður þetta er í raun og veru hann sem er að tala við mig.“

Lydia var nefnilega snillingur í blekkingum og notaði sérstakt forrit þar sem hún gat þóst vera raunveruleg manneskja með því að nýta sér myndskeið sem til voru af þeim.

Tvær grímur fóru þó aftur að renna á Jess eftir að samstarfsfélagi hennar sagði henni að leikarinn hafi verið í sama flugi og hann, en það kom ekki heim og saman við hvað leikarinn hafði sagt við Jess, og þar að auki hefði leikarinn verið að spjalla við hana, þegar hann hefði ekki getað slíkt þar sem hann var í flugi.

„Ég hef aldrei þekkt nokkra aðra manneskju sem getur logið af svona mikilli snilligáfu.“

Jess ákvað í þetta skiptið að komast að sannleikanum og náði að setja sig í samband við raunverulega Lincoln Lewis og spurði hvort hann kannaðist við hana og þau samskipti sem þau hefðu átt.

„Hann sagði – Jess mér þykir það leitt. Mér þykir leitt að þetta hafi komið fyrir þig, en þetta er ekki ég. Þetta var aldrei ég.“

Jess segist ekki átta sig á því hvers vegna nokkur manneskja geti fengið að sér að ljúga svona og sýna af sér svona grimmd í garð manneskju sem hún þekkir ekki neitt.

Þurfti að skipta um númer og flytja

En ekki var málinu lokið þarna, heldur rétt að hefjast. Þegar Jess reyndi að slíta sambandinu við leirgedduna Lydiu þá hófst martröðin fyrir alvöru. Lydia brást ókvæða við og áreitti Jess svo mikið að hún afréði að skipta um símanúmer. Ekki dugaði það til að koma í veg fyrir áreitið því Lydia var ekki lengi að finna nýja númerið og hóf að beita hana umsáturseinelti sem varð til þess að Jess þurfti í tvígang að flytja og láta dóttur sína skipta um skóla.

„Ég man að eitt kvöldið lá ég í fósturstellingunni í rúminu mínu. Ég hafði fengið á bilinu 50-60 skilaboð í röð þar sem hún hótaði dóttur minni. Síminn minn hætti ekki að hringja og ég var með koddan yfir höfðinu og hugsaði bara – getur einhver stöðvað þetta?“

Jess hafði þá samband við lögregluna, en á þessum tíma taldi hún að eltihrellir sinn væri karlmaður. Hún bauðst til að safna sönnunargögnum með því að taka upp símtölin sín við leirgedduna. Jess ákvað að láta krók koma á móti bragði og fékk Lydiu til að leggja inn á sig pening fyrir nýjum síma og þá gat lögreglan loksins handtekið leirgedduna. Og þá fékk Jess næsta áfallið – hún hafði verið að ræða við konu allan þennan tíma.

Lydia komst síðar að því að vinkona hennar, Emma, hefði líka lent í Lydiu. Eins og áður segir þá lifði Emma það ekki að sjá Lydiu dregna til ábyrgðar fyrir dómstólum. Lydia var sakfelld fyrir umsáturseinelti í sex ákæruliðum. Henni var fyrst gert að sæta 2 árum og 8 mánuðum í fangelsi en dómurinn var þyngdur við áfrýjun upp í fjögur ár.

Jess segist fegin að martröðin sé á enda, en afleiðingarnar séu þó varanlegar. Þó hún viti að hún hafi ekkert af sér gert komist hún ekki hjá því að kenna sjálfri sér um og eigi erfitt með að treysta öðrum. Hún sér því ekki fram á að eiga í ástarsambandi í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni