fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Pútín teiknar broskarl sem sérfræðingar lesa í – „Sýnir vænisjúkan, þunglyndan og kvíðin einstakling“

Pressan
Föstudaginn 30. júní 2023 21:02

Stefnir í hörmungar hjá Pútín?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimir Pútín virðist hafa tekið sér hlé frá allri þeirri spennu og valdaplotti, sem á sér stað í Kremlin, með því að teikna krúsidúllur. 

Forsetinn var á tæknisýningu í Moskvu þegar hann greip túss og teiknað broskarl á töflu, upp úr þurru. 

Rithandarsérfræðingurinn Tracey Trussell sagði í samtali við dagblaðið The Sun í dag að teikningin sýndi, svo ekki sé um deilt, að leiðtoginn sé „vænisjúkur, þunglyndur og kvíðinn,“ aðspurð um hvað teikningin afhjúpaði um andlegt ástand Pútins.

„Teiknistíll okkar afhjúpar og snertir undirmeðvitund okkar. Hann veitir bældum hugsunum og tilfinningum útrás,“ segir Tracy. 

„Krot, sem við teljum hugsunarlaust, segir í raun mikið um líðan okkar og gerir okkur kleift að stilla okkur af og draga úr streitu og spennu. Það hjálpar okkur að vinna úr erfiðum tilfinningum. Það er mun meiri dýpt í teikningum eins og þessum en flestir telja og þær hjálpa okkur við að að einbeitingu og hreinsun hugans. Hugurinn fer á flug án meðvitaðrar stjórnunar og okkar innstu hugsanir koma oft fram í því sem við almennt teljum ekki býsna merkilegt. Á við krass eins og Pútín setti á töfluna,“ segir Tracy enn fremur. 

Tracy segir að stóru augun á fígúru Pútíns sýni að hann sé með framtíðarsýn en sé jafnframt varkár, það varkár að það bendi til ákveðinnar ofsóknarkenndar. Þetta sé mynd manns sem engum treysti. 

Hún segir að augabrúnirnar séu einkennandi merki valda, og löngunar til að halda í þau völd. Og þrótt að brosið eigi að sýna fram á ákveðin húmor og gleði manns sem aldrei ætlar að gefast upp, sé dekkri hlið á annars vinalegu brosinu. Segir Tracy að Pútín geti ekki falið þrjósku sína, óþolinmæði og taugaveiklun, þrátt fyrir heiðarlega tilraun til að teikna vinalegt andlit. 

Pútín virtist fremur áhugalaus á sýningunni.

„Krúsidúllulegar bylgjurnar í andliti sýna að Pútín er snöggur að hugsa og getur lesið í allar aðstæður á augabragði,“ bætir Tracy við. 

„En spennan fer ekki framhjá neinum sem hefur kynnt sér þessi fræði að ráði og mér sýnist á öllu að Pútín sé hugsanlega að missa tökin á tilfinningum sínum. 

Þetta stórt andlit sýnir samt sem áður mikla þráhyggju fyrir eigin getu og hreina og klára athyglissýki.“ 

Tracy segir enn fremur að val Pútíns á rauðum penna, í stað svarts sem einnig var í boði, sýni að Pútín sé ákveðinn, áhættusækinn, óþolinmóður og fljótfær. 

Myndin hefur farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla og eru margir á því að hún líkist einna helst Svampi Sveinssyni eða sé arfaslök sjálfsmynd. 

„Ég gef nú ekki mikið fyrir þessi fræði,“ skrifaði einn í athugasemdakerfi, „en svo mikið er ljóst að Pútín er enginn Picasso og ætti að sleppa öllum tilraunum til listsköpunar í framtíðinni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?