fbpx
Mánudagur 25.september 2023
Pressan

Fangi étinn af veggjalúsum

Pressan
Föstudaginn 9. júní 2023 22:00

Lashawn Thompson. Mynd:Harper Law Firm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í september fannst Lashawn Thompson látinn í fangaklefa í Fulton County fangelsinu í Atlanta. Hann var vistaður á geðdeild fangelsisins þar sem embættismenn höfðu komist að þeirri niðurstöðu að hann glímdi við andleg vandamál.

Þann 13. september á síðasta ári fannst Thompson látinn í niðurníddum fangaklefa og var lík hans þakið óhreinindum og skordýrum. Klefinn var svo skítugur að fangaverðir klæddust eiturefnabúningum þegar þeir fóru inn í klefann að sögn Washington Post.

Thompson hafði verið étinn lifandi af veggjalúsum að sögn Michael Harper, lögmanns fjölskyldu hans. Í samtali við Insider sagði hann að Thompson hafi í raun verið skilinn eftir í fangaklefanum. Ætlunin hafi verið að flytja hann á sjúkradeild fangelsisins en það hafi ekki gerst og hann hafi fundist látinn, étinn lifandi af veggjalúsum.

Fjölskylda Thompson, sem býr í Alabama, vissi ekki að hann væri í fangelsi. Frétti fyrst af því þegar henni var tilkynnt um andlát hans.

The Guardian segir að krufning hafi ekki skorið úr um dánarorsök hans en tekið sé fram í skýrslu réttarmeinafræðinga að gríðarlegur fjöldi skordýra hafi verið á líkinu og í fangaklefanum. Einnig kemur fram í skýrslunni að Thompson hafi verið með skurði og sár á líkamanum sem hafi verið afleiðing þess að hann kroppaði í eigin húð.

Fjölskylda Thompson hefur farið fram á að andlát hans verði rannsakað og allar kringumstæður því tengdar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

200.000 Bandaríkjamenn gætu látist árlega af völdum hita ef hnattræn hlýnun verður 3 gráður

200.000 Bandaríkjamenn gætu látist árlega af völdum hita ef hnattræn hlýnun verður 3 gráður
Pressan
Í gær

James Webb geimsjónaukinn gæti fundið ummerki um líf á jörðinni frá öðru sólkerfi

James Webb geimsjónaukinn gæti fundið ummerki um líf á jörðinni frá öðru sólkerfi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðlimir glæpagengis sakfelldir fyrir peningaþvætti og smygl á fólki

Meðlimir glæpagengis sakfelldir fyrir peningaþvætti og smygl á fólki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í skátahreyfingunni – Skátaforingi nauðgaði tíu ára börnum

Óhugnaður í skátahreyfingunni – Skátaforingi nauðgaði tíu ára börnum