fbpx
Fimmtudagur 28.september 2023
Pressan

Lamaður maður gengur aftur að tilstuðlan brautryðjandi uppgötvunar á sviði gervigreindar

Pressan
Þriðjudaginn 30. maí 2023 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fertugi hollenski verkfræðingurinn Gret-Jan Oskam slasaðist alvarlega í hjólaslysi árið 2011 og varð í kjölfarið lamaður sökum mænuskaða. Nú hefur tæknin þó gert Gret-Jan kleift að ganga á ný.

Tæknin virkar þannig að tveimur rafrænum ígræðslum er komið fyrir í einstaklingi, önnur í heila og hin í mænu. Fyrri ígræðslunni er komið fyrir á þeim stað í heilanum þar sem hreyfingum fóta er stýrt, en ígræðslan, eða tölvukubburinn, getur túlkað rafræn skilaboð sem verða til þegar við hugsum um að ganga. Að sama bragði er hinni ígræðslunni komið fyrir á þeim hluta mænunnar sem stýrir fótunum.

Þessar ígræðslur tala svo saman og ná að virkja aftur þau taugaboð sem mænuskaðinn kom í veg fyrir að kæmust sína leið. Vísindamenn segja að um sé að ræða brautryðjandi tækniþróun þar sem hugsunum er breytt í athafnir og þar með sé hægt að laga tenginguna milli heila og mænu.

Gret-Jan var fyrsti maðurinn sem gekkst undir þessa ígræðslu, en hann tók eftir framförum á aðeins fáeinum dögum eftir að skurðlæknar luku við að setja ígræðslurnar upp.

„Það óvæntasta átti sér stað, að mig minnir, eftir tvo daga. Á innan við fimm mínútum gat ég stjórnað mjöðmunum“

Núna, eftir umfangsmikla endurhæfingu, hefur Hollendingur náð að ganga, fara upp stiga og niður skábraut. Hann hefur eins enduruppgötvað þann einfalda munað að geta staðið með vinum sínum á barnum.

Ígræðslurnar virka enn eins og þær eiga að gera ári eftir að þeim var komið fyrir, og það þrátt fyrir að Gret-Jan hafi fengið að fara heim án eftirlits.

Gret-Jan fékk þjónustu frá taugavísindamönnum og taugaskurðlæknum frá svissneska háskólasjúkrahúsinu Lausanne, háskólanum í Lausanne og svissnesku tæknistofnuninni í Lausanne. Ígræðslurnar voru þróaðar af frönsku kjarnorkustofnuninni.

Yfir verkefninu var Guillaume Charvet. Hann segir að ígræðslurnar notið aðlögunarfæra gervigreind til að túlka ásetning heilans í rauntíma. Þegar gervigreindin hefur borið kennsl á skilaboðin þá er þeim breytt í rafhvata sem berast svo í mænuna sem framkallar viðeigandi hreyfingu. Það ótrúlegasta við þetta er svo að framfarir Gret-Jan í skynjunarskilning og hreyfigetu héldust jafnvel þó að slökkt væri á tölvukubbunum og gat hann áfram gengið með aðstoð hækja.

Prófessorinn Gregoire Courtine telur líklegt að tölvukubbarnir hafi ekki bara náð að laga mænuna heldur líka leitt til nýrra taugatenginga.

Sem stendur er Gret-Jan eini maðurinn sem hefur prófað þessa nýju tækni en vonir standa til þess að með sömu aðferð verði hægt að endurheimta hreyfigetu handleggja og handa í framtíðinni og hjálpað til við að endurheimta hreyfigetu eftir heilaskaða á borð það þá sem fólk fær í kjölfarið heilablóðfalls. Gervigreind gegnir lykilhlutverki í þessari nýju tækni, en tækniblaðamaður Sky News segir að uppgötvunin veki þó upp margar áleitnar spurningar, svo sem kostnað við slíkar ígræðslur – sem verði að líkindum töluverður – og hvort það þýði að það verði aðeins þeir ríku sem geti notið þeirra auknu lífsgæða sem þetta leiðir til. Ljóst sé þó að málið gefi lömuðum nýja von.

Sky News fréttastofan greindi frá þessu merkilega máli fyrr í þessum mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðin á vinunum fjórum skóku þjóðina – „Hún var föst“

Morðin á vinunum fjórum skóku þjóðina – „Hún var föst“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákærð fyrir að myrða manninn sem hún kærði fyrir nauðgun

Ákærð fyrir að myrða manninn sem hún kærði fyrir nauðgun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsbíllinn Perseverance bjó til súrefni

Marsbíllinn Perseverance bjó til súrefni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugvallaröryggisvörður gleypti stolna peningaseðla – Staðhæfir að þetta hafi verið súkkulaði

Flugvallaröryggisvörður gleypti stolna peningaseðla – Staðhæfir að þetta hafi verið súkkulaði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svarthol gæti verið miklu nær jörðinni en við höldum

Svarthol gæti verið miklu nær jörðinni en við höldum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Menntaskólanemar gerðu merka uppgötvun – Óvænt hegðun sem NASA vissi ekki af

Menntaskólanemar gerðu merka uppgötvun – Óvænt hegðun sem NASA vissi ekki af
Pressan
Fyrir 5 dögum

400 kg krókódíll gæti hafa verið 90 ára þegar hann var drepinn

400 kg krókódíll gæti hafa verið 90 ára þegar hann var drepinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sex „Hermenn Krists“ handteknir fyrir misþyrmingar og morð

Sex „Hermenn Krists“ handteknir fyrir misþyrmingar og morð