fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Pressan

Ofursólarblossar gætu hafa kveikt lífið á jörðinni

Pressan
Sunnudaginn 28. maí 2023 07:30

Sólin okkar er okkur mjög mikilvæg. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega voru það gríðarlegir sólstormar og sólblossar frá ungri sólinni sem færðu jörðinni þau efni sem þurfti til að líf gæti myndast.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar að sögn Live Science. Fram kemur að með því að skjóta ögnum, sem eru í sólvindi, á blöndu gastegunda, sem eru í andrúmslofti jarðarinnar, hafi vísindamönnum tekist að mynda töluvert magn amínósýra og korboxylsýru en þetta eru nauðsynlegir hornsteinar prótína og alls lífræns efnis.

Rannsóknin var birt í vísindaritinu Life í apríl. Vísindamennirnir notuðu öreindahraðal til að komast að því að geislar frá ofurblossum sólarinnar gætu hafa fært jörðinni þau efni sem þurfti til að líf gæti myndast.

Kensei Kobayashi, prófessor í efnafræði við Yokohama National háskólann í Japan og aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í tilkynningu að flestir vísindamenn forðist geimgeisla því það þurfi sérhæfðan búnað, eins og öreindahraðal, til þeirra rannsókna. Hann hafi verið svo heppinn að hafa aðgang að nokkrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neanderdalsmenn veiddu hellaljón fyrir 48.000 árum

Neanderdalsmenn veiddu hellaljón fyrir 48.000 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geimfarar á Mars munu sjá grænan himinn

Geimfarar á Mars munu sjá grænan himinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússnesk rannsókn styður við kenningar um að Pútín sé fárveikur og notist við tvífara

Rússnesk rannsókn styður við kenningar um að Pútín sé fárveikur og notist við tvífara
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekin fyrir að reyna að kveikja í sögufrægu húsi

Handtekin fyrir að reyna að kveikja í sögufrægu húsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona kveikti í mynd af látinni ömmu fyrrverandi kærasta

Kona kveikti í mynd af látinni ömmu fyrrverandi kærasta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún tók mynd af matnum á veitingastað og póstaði á samfélagsmiðla – Það reyndust dýrkeypt mistök

Hún tók mynd af matnum á veitingastað og póstaði á samfélagsmiðla – Það reyndust dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fór óvenjulega leið til að hita bílinn upp – Bíllinn brann og stórtjón varð á íbúðarhúsi

Fór óvenjulega leið til að hita bílinn upp – Bíllinn brann og stórtjón varð á íbúðarhúsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjögurra barna móðir glímir við hryllileg veikindi vegna langvarandi COVID – Vill binda enda á líf sitt

Fjögurra barna móðir glímir við hryllileg veikindi vegna langvarandi COVID – Vill binda enda á líf sitt