fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Kynlífsleikur fór úr böndunum er konan fékk símtal eftir að hafa bundið mann fastan við tré

Pressan
Þriðjudaginn 9. maí 2023 06:00

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljóðreiðamaður og veiðimaður í þýskalandi heyrðu hjálparköll berast úr skógi nokkrum. Þar fundu þeir 51 árs mann sem var bundinn við tré.

Á daginn kom að maðurinn hafði kynnst konu á netinu. Þau hafi ákveðið að hittast úti í náttúrunni og leika saman kynlífsleik. Ekki fór það betur en svo að eftir að konan hafði bundið manninn við tré og komið fyrir sokkabuxum á höfði hans fékk hún símtal og hljóp í kjölfarið burt og skildi manninn bjargarlausan eftir.

Frá þessu greindi lögreglan í Þýskalandi á föstudaginn, en AP fréttastofan greinir frá.

Í yfirlýsingu sagði að maðurinn hafi verið fullklæddur en rækilega bundinn við tré við pall sem notaður er af hreindýraskyttum.

„51 árs maðurinn sagði lögreglumönnum að hann væri með vasahníf á sér til að nota í „svona tilvikum“ en virðist þó hafa vanmetið bindingarhæfileika konunnar því hann náði ekki að sækja hnífinn.“

Manninum varð ekki meint af þessu ævintýri en sagði lögreglu þó deili á konunni og mun hún nú vera grunuð um að hafa brugðist því að veita aðstoð í neyð og jafnvel um frelsissviptingu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni