Kling Ludwig, barnabarn hans, segist hafa fyllst hryllingi þegar hann frétti að afi hans hefði skotið Yarl. Hann sagðist ekki hissa á þessu því afi hans hafi sýnt af sér „rasíska hegðun“ fyrir framan hann.
Í samtali við CNN sagði hann að afi hans tilheyri þeim hópi fólks sem trúi samsæriskenningum og sé undir áhrifum öfgahægrimanna.
„Samsæriskenningarnar og undarlegir, tilviljanakenndir rasískir hlutir sem þeir segja eru ekki rökréttir, en þeir eru bara hræddir,“ sagði Ludwig.
Hann sagði að afi hans hafi drukkið í sig fréttir frá íhaldssömu fjölmiðlum sem hann segir kynda undir neikvæð viðhorf í garð minnihlutahópa og dæli samsæriskenningum Q–Anon ofan í áhorfendur.
Talið er að Ralph Yarl muni ná fullum bata í kjölfar árásarinnar en málið hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum.